Fjóla Guðmannsdóttir (Sandprýði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Fjóla Guðmannsdóttir frá Sandprýði, húsfreyja, fiskverkakona fæddist 24. september 1940 í Draumbæ og lést 8. maí 2018.
Foreldrar hennar voru Guðmann Adólf Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 4. apríl 1914 í Hjálmholti, d. 4. nóvember 1997, og kona hans Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir frá Draumbæ, húsfreyja, f. 27. janúar 1918, d. 4. janúar 1996.

Börn Ástu og Guðmanns:
1. Fjóla Guðmannsdóttir, húsfreyja, f. 24. september 1940 í Draumbæ, d. 8. maí 2018. Maður hennar Einar Indriðason.
2. Guðfinnur Guðmannsson, f. 7. júní 1948 í Sandprýði. Sambýliskona Eyrún Sæmundsdóttir.
3. Adólf Þór Guðmannsson, f. 23. júlí 1951 á Sjúkrahúsinu, d. 15. janúar 1997.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku, í Draumbæ og Sandprýði. Hún var enn með þeim við fæðingu Stefáns 1959.
Þau Einar giftu sig 1959, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Heklu við Hásteinsveg 16 við fæðingu Jóns 1961 og Einars Fjölnis 1963. Þau bjuggu á Löndum við Landagötu 11 við Gosið 1973, síðan við Hásteinsveg 55.
Fjóla bjó á Hásteinsvegi 55 1986, á Efstalandi 18 í Reykjavík við andlát 2018.

I. Maður hennar, (26. desember 1959), var Einar Indriðason sjómaður, frá Sandgerði á Raufarhöfn, f. 17. nóvember 1933, d. 13. júní 1985.
Börn þeirra:
1. Stefán Einarsson f. 3. maí 1959. Kona hans Jóhanna Guðjónsdóttir.
2. Jón Einarsson, f. 19. júlí 1961. Kona hans Ragna Sigurðardóttir.
3. Einar Fjölnir Einarsson, f. 2. apríl 1963, d. 11. október 2021.
4. Davíð Þór Einarsson, f. 17. apríl 1966. Sambúðarkona hans Sonata Grajanskalte.
5. Rósberg Ragnar Einarsson, f. 24. janúar 1974.
6. Indriði Helgi Einarsson, f. 21. maí 1968, d. 6. október 2023. Fyrrum sambúðarkona hans er Erla Sveinbjörg Sævarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.