„Finnbogi Ólafsson (Kirkjuhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Finnbogi Hafsteinn Ólafsson. '''Finnbogi Hafsteinn Ólafsson''' frá Kirkjuhól, netagerðarmeistari fæddist 25. septe...)
 
m (Verndaði „Finnbogi Ólafsson (Kirkjuhól)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 4. desember 2019 kl. 21:01

Finnbogi Hafsteinn Ólafsson.

Finnbogi Hafsteinn Ólafsson frá Kirkjuhól, netagerðarmeistari fæddist 25. september 1928 í Ásnesi og lést 31. maí 2011 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Ólafur Beck Bjarnason frá Seyðisfirði, verkamaður, f. 28. nóvember 1898, d. 9. mars 1971, og kona hans Dagmey Einarsdóttir húsfreyja, verkakona frá Grænhól á Álftanesi, f. 10. janúar 1904, d. 12. september 1993.

Börn Dagmeyjar og Ólafs:
1. Finnbogi Hafsteinn Ólafsson, f. 25. september 1928, d. 31. maí 2011.
2. Guðfinna Kristín Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005.
3. Jóna Dalrós Ólafsdóttir, f. 20. september 1931, d. 3. maí 1940.
4. Guðbjörg Birna Ólafsdóttir, f. 24. febrúar 1934.

Finnbogi var með foreldrum sínum í æsku, í Ásnesi, Hásteinsvegi 17 og síðan á Kirkjuhól, en var ,,í sveit“ á sumrum á Svanavatni í A-Landeyjum hjá Marmundi Kristjánssyni og Aðalheiði Kjartansdóttur.
Hann vann hjá netaverkstæðinu Nót frá 1943, en stundaði sjómennsku í og með, varð netagerðarmeistari. Það verkstæði varð Netagerð Ingólfs og þar starfaði Finnbogi til ársins 1963, en þá stofnaði hann netagerðina Net hf., ásamt Óskari Haraldssyni, Júlíusi Hallgrímssyni og konum þeirra.
Finnbogi vann að netagerð til ársins 2003.
Þau Guðrún Sigríður giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu húsið við Heiðarveg 62, þar sem þau bjuggu til ársins 1991 þegar þau fluttu að Áshamri 23 og bjuggu þar til maí 2010, er þau fluttu í dvalar- og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir.
Finnbogi Hafsteinn lést 2011 og Guðrún Sigríður 2012.

I. Kona Finnboga Hafsteins, (27. september 1952), var Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir frá Arnarfelli, húsfreyja, f. 6. ágúst 1931 á Strönd, d. 27. mars 2012.
Börn þeirra:
1. Lilja Guðrún Finnbogadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 17. maí 1952 á Kirkjuhól. Maður hennar Gunnar Marinó Sveinbjörnsson.
2. Þorsteinn Finnbogason pípulagningameistari í Eyjum, f. 4. apríl 1959. Kona hans Hulda Berglind Skarphéðinsdóttir.
3. Ingibjörg Finnbogadóttir húsfreyja, stúdent frá Laugarvatni, f. 9. júlí 1961. Fyrri maður hennar Sigurður Páll Guðjónsson. Maður hennar Jón Pétursson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 8. apríl 2011. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.