Filippus Eyjólfsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Filippus Eyjólfsson bóndi, hreppstjóri, „barnaskólameistari“ kallaður, kennari, fæddist 1718 og lést 20. október 1791.
Hann var bóndi á Búastöðum 1762, Stakkagerði, og Miðhúsum 1790.
Filippus var óskólagenginn, en talinn vel að sér. Hann var því fenginn til að kenna börnum á heimili sínu við upphaf fyrstu tilrauna til skipulegrar barnakennslu í Eyjum um 1745. (sjá nánar Blik 1959).
Hans er líka minnst vegna ráns sem hann varð fyrir 1790 og mun hafa átt þátt í dauða hans ári síðar. Sjá Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, Miðhúsaránið.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.