Eyjólfur Jónsson (Garðstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. febrúar 2015 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. febrúar 2015 kl. 17:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|220px|Eyjólfur '''Eyjólfur Jónsson''' fæddist 27. mars 1922 og lést 6. október 1959. Eyjólfur fæddist á [[Garðsstaðir|Garðsstöðum...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Eyjólfur

Eyjólfur Jónsson fæddist 27. mars 1922 og lést 6. október 1959. Eyjólfur fæddist á Garðsstöðum og var oftast kallaður Eyji á Garðsstöðum. Ungur missti Eyjólfur móður sína en móðurbróðir hans, Ólafur á Garðsstöðum og kona hans Auðbjörg ólu hann upp.

Eyjólfur starfaði mikið fyrir Knattspyrnufélagið Tý og einnig var hann sundkóngur Vestmannaeyja um langt skeið.

Eyjólfur fór ungur að vinna við sjómennsku. Hann var eftirsóttur sem sjómaður, beitumaður og vélstjóri og í raun við hvað sem hann tók sér fyrir hendur.

Myndir


Heimildir

  • Karl Jónsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1960. 9.árgangur.