Ester S. Snæbjörnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2020 kl. 19:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2020 kl. 19:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttir. '''Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttir''' húsfreyja, ráðskona fæddist 7. september 1923 í R...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttir.

Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttir húsfreyja, ráðskona fæddist 7. september 1923 í Reykjavík og lést 31. júlí 2016 í hjúkrunarheimilinu Seljahlíð.
Foreldrar hennar voru Snæbjörn Guðmundsson járnsmiður, f. 6. desember 1901, d. 29. október 1936, og Elín Sigríður Pétursdóttir Blöndal, f. 13. júní 1895, d. 10. október 1969.

Ester ólst upp á Hvammstanga og fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum 1932. Þau bjuggu síðar í Snælandi í Kópavogi, í húsi, sem faðir hennar byggði.
Þau Sigurbjörn giftu sig, eignuðust tíu börn. Þau fluttust til Eyja með fyrsta barn sitt, voru leigjendur í Nýjahúsi við Heimagötu 3 B 1949, bjuggu á Brekastíg 31 1950, í Hraundal 1951, á Hólagötu 31 1953.
Þau Sigurbjörn fluttu til Hafnarfjarðar 1954, á Álftanes 1955, í Ægiskamp í Reykjavík 1956 og bjuggu þar í tvö ár, en þá í Gnoðarvog, þar sem þau bjuggu á meðan þau héldu saman, en þau skildu 1959. Ester bjó þar til 1980. Síðar bjó hún á Laugarnesvegi 84.
Ester vann ýmis störf, var m.a. ráðskona í Vatnsdal í Hún. um rúmlega tveggja ára skeið. Þá vann hún verkakvenna - og verslunarstörf. Síðast starfaði hún í mötuneyti Borgarspítalans og í Þjóðleikhúsinu í fatageymslu.
Ester söng í Dómkirkjukórnum.
Hún lést 2016.

I. Maður Esterar ( skildu 1959), var Sigurbjörn Árnason frá Stóra-Hvammi, sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998.
Börn þeirra:
1. Snæbjörn Sigurbjörnsson verkamaður, f. 2. apríl 1947 í Kamp Knox í Reykjavík, d. 27. mars 2000, ókvæntur.
2. Hafþór Sigurbjörnsson skipstjóri, skrifstofumaður, f. 31. júlí 1949 í Nýjahúsi við Heimagötu 3B. Hann býr í Svíþjóð. Kona hans Erla Björg Magnúsdóttir.
3. Sigurður Rósant Sigurbjörnsson kennari, f. 21. júní 1950 á Brekastíg 31. Barnsmóðir hans Guðríður Guðmundsdóttir. Fyrri kona hans var Guðbjörg Óskarsdóttir, látin. Síðari kona hans Hafdís Hrönn Ingimundardóttir.
4. Sigmar Ágúst Sigurbjörnsson sjúklingur, f. 12. sept. 1951 í Eyjum, d. 24. mars 1972, ókvæntur .
5. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. sept. 1952 í Eyjum. Maður hennar Sigurður Eyþórsson.
6. Árni Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. nóv. 1953 í Eyjum, d. 10. mars 1983. Barnsmæður hans Anna Bjarndís Gísladóttir og Soffía Ragnarsdóttir.
7. Páll Ingimundur Blöndal Sigurbjörnsson tölvunarfræðingur, f. 15. apríl 1955. Kona Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir.
8. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1956. Barnsfaðir hennar Helgi Valur Helgason.
9. Finnbogi Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. sept. 1957, d. 27. okt. 2001.
10. Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, f. 3. nóv. 1958. Barnsmóðir hans Lilja Sigurðardóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Erla Baldvinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hvammsætt. Handrit. Svanur Sigurbjörnsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. ágúst 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.