Ester Benediktsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. ágúst 2020 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. ágúst 2020 kl. 11:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ester Benediktsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elsabet Ester Benediktsdóttir.

Elsabet Ester Benediktsdóttir frá Þingvöllum, húsfreyja fæddist þar 29. ágúst 1926 og lést á Droplaugarstöðum 8. apríl 2018.
Foreldrar hennar voru Benedikt Friðriksson frá Gröf, skósmiður, f. 26. febrúar 1887, d. 11. febrúar 1941, og síðari kona hans Guðrún Pálsdóttir frá Laufholti, húsfreyja, f. 21. júlí 1900, d. 24. október 1969.

Börn Benedikts og fyrri konu hans Elsu Dórótheu Guðmundsdóttur:
1. Alfreð Alexander Benediktsson sjómaður í Reykjavík, f. 14. desember 1911 í Vinaminni, bjó síðast á Grettisgötu 37 í Reykjavík, d. 9. nóvember 1946.
2. Ottó Berent Elías Benediktsson bakari, síðast í Reykjavík, f. 2. nóvember 1917 á Þingvöllum, d. 31. maí 1990.
Börn Benedikts og síðari konu hans Guðrúnar Pálsdóttur:
3. Elsabet Ester Benediktsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 29. ágúst 1926 á Þingvöllum, d. 8. apríl 2018.
4. Friðrik Pálmar Benediktsson öryrki, f. 31. október 1927 á Þingvöllum, d. 17. júní 1994.
5. Hörður Benediktsson múrarameistari, f. 29. júlí 1930 í Reykjavík, d. 23. júlí 2009.
6. Sverrir Benediktsson hárskeri, f. 21. júlí 1931 í Reykjavík.
7. Soffía Eygló Benediktsdóttir húsfreyja, iðnverkakona, f. 24. maí 1935 í Reykjavík.
Barn Guðrúnar Pálsdóttur og fósturbarn Benedikts Friðrikssonar var
8. Ágúst Friðþjófsson bifreiðastjóri, f. 8. nóvember 1920, d. 5. október 2017.

Ester var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1928.
Hún vann lengi hjá Máli og menningu.
Þau Ólafur Þórður giftu sig 1947, eignuðust tvö börn.
Ólafur Þórður lést 1987 og Elsabet Ester 2018.

I. Maður Elsabetar Esterar, (11. október 1947), var Ólafur Þórður Þórarinsson verslunarmaður, f. 27. júlí 1926, d. 17. júní 1987. Foreldrar hans voru Þórarinn Þórðarson verkamaður, f. 7. mars 1892, d. 24. janúar 1969, og kona hans Jóhanna Elín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1889, d. 20. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir balletdansari, balletkennari, danshöfundur, fyrrum listdansstjóri íslenska dansflokksins og Þjóðleikhússins, f. 19. mars 1948. Maður hennar Þórhannes Axelsson.
2. Úlfur Þórarinn Ólafsson myndlistamaður, f. 9. júlí 1957. Ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.