Ester Óskarsdóttir (Grund)

From Heimaslóð
Revision as of 20:39, 4 February 2019 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ester Óskarsdóttir (Grund)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Þórunn Ester Óskarsdóttir.

Þórunn Ester Óskarsdóttir frá Franska spítalanum, Kirkjuvegi 20, húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, dagmóðir fæddist 1. september 1941 og lést 29. október 2008 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Óskar Jósúason húsasmíðameistari, f. 22. október 1915, d. 10. ágúst 1987, og kona hans Jósebína Grímsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1921, d. 28. desember 1987.

Börn Jósebínu og Óskars:
1. Elías Fannar Óskarsson, f. 21. júní 1939, d. 28. maí 1998.
2. Þórunn Ester Óskarsdóttir, f. 1. september 1941 á Hilmisgötu 5, d. 29. október 2008.
3. Hallgrímur Óskarsson, f. 7. júlí 1943 á Hilmisgötu 5.
4. Páll Róbert Óskarsson, f. 10. júní 1946 á Kirkjuvegi 20.
5. Steinunn Ósk Óskarsdóttir, f. 25. júlí 1950 á Kirkjuvegi 20.
6. Jósúa Steinar Óskarsson, f. 4. október 1952 á Kirkjuvegi 20.

Ester var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og afgreiðslustörf.
Þau Brynjar Karl giftu sig 1961, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Franska spítalanum, Gamla spítalanum, Gamló, á Grund frá 1964, í eigin húsi að Búhamri 21 frá 1980, voru þar 1986, en síðar aftur í Gamla spítalanum.
Þau ráku verslun í Gimli, (Búrinu) um skeið og Ester rak barnagæslu á heimili sínu.
Ester hóf störf í Godthaab er það var stofnað og var starfsmaður hjá þeim til dánardægurs.
Þórunn Ester lést 2008. Brynjar Karl býr nú í Hraunbúðum.

I. Maður Þórunnar Esterar, (17. júní 1961), var Brynjar Karl Stefánsson vélsmiður, vélstjóri, kaupmaður, f. 2. ágúst 1939 á Akureyri.
Börn þeirra:
1. Óskar Freyr Brynjarsson sjómaður, rafvirki, f. 18. desember 1961. Kona hans er Ólafía Birgisdóttir.
2. Dóra Kristrún Brynjarsdóttir á Selfossi, húsfreyja, röntgentæknir, f. 5. október 1966. Maður hennar er Magnús Matthíasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.