Erlingur Eyjólfsson (Selfossi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2016 kl. 21:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2016 kl. 21:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Erlingur Eyjólfsson (Selfossi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Erlingur Eyjólfsson.

Erlingur Eyjólfsson rennismíðameistari fæddist 31. júlí 1924 á Höfðabrekku og lést 15. mars 2001.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Elías Þorleifsson bátasmiður, f. 24. janúar 1893 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 3. apríl 1983, og kona hans Guðrún Sigurlín Erlingsdóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal, húsfreyja, f. 7. mars 1892, d. 14. apríl 1985.

Börn Eyjólfs og Guðrúnar voru:
1. Leifur Eyjólfsson skólastjóri, f. 6. mars 1922.
2. Erlingur Eyjólfsson rennismíðameistari, f. 31. júlí 1924 á Höfðabrekku, d. 15. mars 2001.
3. Eyjólfur Eyjólfsson, f. 16. nóvember 1926 á Vestmannabraut 72, d. 18. júlí 1946.
4. Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 11. mars 1931 á Vestmannabraut 72.

Erlingur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Höfðabrekku við fæðingu, síðan á Vestmannabraut 72.
Hann hóf snemma sjómennsku í Eyjum, bæði á vetrarvertíðum og síldveiðum fyrir Norðurlandi.
Hann fluttist til Selfoss á fyrri hluta fimmta áratugarins og vann á verkstæði Kaupfélagsins.
Hann nam rennismíði, lauk sveinsprófi 1950 og fékk meistararéttindi 1954.
Erlingur vann við iðn sína til 1960, er hann gerðist framkvæmdastjóri Selfossbíós og Hótel Selfoss. Því starfi gegndi hann til 1967, var deildarstjóri vörulagers Kaupfélagsins á Selfossi 1967 til 1982, deildarstjóri vörulagers Kaupfélags Kjalarnesþings frá 1982 til 1985 og að lokum verslunarstjóri í verslun Karls Cooper frá 1985 til 1991.
Hann bjó síðast í Mosfellsbæ.
Erlingur lést 2001 og Sólveig Bára 2003.

Kona Erlings, (5. maí 1946), var Sólveig Bára Stefánsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 25. desember 1923, d. 31. desember 2003. Foreldrar hennar voru Stefán Karl Þorláksson bakari, f. 22. maí 1901, d. 13. október 1990, og kona hans Þorkatla Ragnheiður Einarsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1904, d. 17. janúar 1996.
Barn þeirra er
Guðrún Eyja Erlingsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1946. Maður hennar er Sverrir Hjaltason, f. 5. maí 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.