Erling Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Erling Markús Andersen sjómaður, bifreiðastjóri, sölumaður, nú módelsmiður í Hafnarfirði fæddist 11. ágúst 1936 í Danmörku.
Foreldrar hans voru Svend Ove Andersen frá Friðrikssundi í Danmörku, smiður, f. 14. júní 1902, d. 13. mars 1986 í Reykjavík, og kona hans Sesselja Kristín Markúsdóttir frá Sæbóli í Aðalvík, húsfreyja, f. 10. desember 1912, d. 31. mars 1997.

Föðurbræður Erlings voru:
1. Pétur Andersen formaður, ættfaðir Andersen-ættar í Eyjum, og
2. Jens Andersen skipasmiður, skipstjóri.
Hálfbróðir Erlings, samfeðra, er
3. Arnar Andersen sjómaður, bifreiðaeftirlitsmaður frá Stapa.
Bræðrungar Erlings, synir Jens Andersen, voru:
4. Torfi Alexander (Andersen) Helgason sjómaður.
5. Adolf Andersen bóndi og smiður.
Bræðrungur Erlings, dætur Jens voru:
6. Jenný Andersen húsfreyja.
7. Elna Andersen.

Erling fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1937. Hann var með þeim fyrst á Vesturhúsum, en í Götu (Herjólfsgötu 12) 1940.
Þau byggðu húsið við Hásteinsveg 39 1944.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1945 og foreldrar hans skildu.
Móðir hans giftist Haraldi Gíslasyni skipstjóra 1948 og bjó í Hafnarfirði.
Erling stundaði sjómennsku, var bifreiðastjóri og sölumaður.
Hann vinnur nú að smíði bátamódela.

I. Barnsmóðir Erlings var Ólína Rut Magnúsdóttir, síðar húsfreyja í Neskaupstað, Flateyri og Grindavík, f. 2. ágúst 1936, d. 8. apríl 2004. Foreldrar hennar voru Magnús Ásgeirsson frá Eiði í Hestfirði, sjómaður, landverkamaður, f. 9. apríl 1902, d. 25. júlí 1988, og kona hans Margrét Rebekka Híramsdóttir húsfreyja á Ísafirði, síðar í Hafnarfirði, f. 14. maí 1899, d. 11. janúar 1992.
Barn þeirra er
1. Margrét Erlingsdóttir húsfreyja, f. 26. október 1954.

II. Kona Erlings, (19. október 1957), er Erla Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1938. Foreldrar hennar voru Gunnar Guðmundsson bifreiðastjóri, f. 12. júní 1912, d. 28. maí 1987, og Sigurjóna Kristinsdóttir, f. 4. desember 1905, d. 22. september 2000.
Börn þeirra:
2. Erling Sigurjón Andersen, f. 12. janúar 1958.
3. Hafdís Kristín Andersen, f. 21. mars 1961.
4. Júlíana Byndís Andersen, f. 20. maí 1962.
5. Svend Jóngeir Andersen, f. 3. desember 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.