Erlendur Magnússon (Bjarmalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Erlendur Magnússon.

Erlendur Magnússon frá Bjarmalandi, útgerðarmaður, sjómaður, verkamaður, leigubifreiðastjóri í Reykjavík fæddist 13. mars 1923 á Bjarmalandi og lést 9. október 2003 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon frá Geitagili í Örlygshöfn, skipasmiður í Dvergasteini og á Bjarmalandi, f. 6. október 1882, d. 22. október 1961 og k.h. Oddný Erlendsdóttir frá Skíðbakka í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 11. október 1883, d. 9. ágúst 1969.
Börn Oddnýjar og Magnúsar:
1. Hulda Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja Magnúsdóttir, húsfreyja, saumakona, gangavörður, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, býr í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís Magnúsdóttir vinnukona í Reykjavík, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur Magnússon verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört Magnúsdóttir húsfreyja, gangavörður í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra á Akranesi.
10. Fanney Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.

Erlendur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Bjarmalandi 1940 og mun hafa fylgt þeim til Reykjavíkur 1942. Hann var bifreiðastjóri að Laugavegi 86a hjá foreldrum sínum 1942-1949 og aftur 1956-1964, bjó hjá Magnúsi bróður sínum á Kársnesbraut 10 í Kópavogi 1949.
Hann bjó víða, á Óðinsgötu, á Nesvegi 33, á Langholtsvegi 23, í Hátúni 4, á Snorrabraut 35, í Stigahlíð 36, á Lindargötu 26, í Hlunnavogi 10, á Bárugötu 2.
Þá bjó hann hjá Fanneyju systur sinni í Eskihlíð 16 1980, bjó hjá henni á Staðarbakka 22 1980, á Rauðarárstíg 1 1982.
Erlendur bjó síðar á Austurbrún 4, en síðustu mánuði sína á Hrafnistu.
Hann lést 2003, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.