Erla Gunnlaugsdóttir (Seljalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 10:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 10:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Erla Gunnlaugsdóttir (Seljalandi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Erla Gunnlaugsdóttir húsfreyja fæddist 8. júní 1946 á Seljalandi við Hásteinsveg 10.
Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, f. 13. október 1906 á Bergstöðum við Urðaveg 24, d. 7. júní 1992 á Selfossi, og kona hans Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 9. maí 1998 á Selfossi.

Börn Sigríðar og Gunnlaugs:
1. Drengur f. 10. nóvember 1938, d. sama dag.
2. Erling Gunnlaugsson bifvélavirkjameistari á Selfossi, f. 30. ágúst 1944 í Hvíld. Kona hans Guðrún Gunnarsdóttir, látin.
3. Katrín Erla Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1946 á Seljalandi. Maður hennar Ólafur Íshólm Jónsson.
4. Áskell Gunnlaugsson húsasmíðameistari á Selfossi, f. 26. apríl 1948 á Seljalandi. Kona hans Sesselja Sólveig Óskarsdóttir.
5. Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Eyði-Sandvík í Flóa, f. 25. apríl 1950 að Hólagötu 11. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
6. Ásta Gunnlaugsdóttir húsfreyja, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 9. febrúar 1955 að Hólagötu 11. Maður hennar Björn Guðjónsson.

Erla var með foreldrum sínum, á Seljalandi og Hólagötu 11.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, lauk námi í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði 1964.
Erla vann á Selfossi frá 1964.
Þau Ólafur giftu sig 1966, eignuðust fimm börn. Þau búa við Stekkholt 6 á Selfossi.

I. Maður Katrínar Erlu, (31. desember 1966), er Ólafur Íshólm Jónsson lögreglumaður, f. 1. ágúst 1939. Foreldrar hans voru Jón Hallsson frá Silfrastöðum í Skagafirði, vinnumaður, verkamaður, f. 13. júlí 1908 í Brekkukoti í Akrahreppi í Skagafirði, d. 27. apríl 2009, og barnsmóðir hans Ingibjörg Andrea Jónsdóttir úr Dýrafirði, síðar húsfreyja að Fremri-Breiðdal í Önundarfirði, f. 23. janúar 1918, d. 24. júní 1993.
Börn þeirra:
1. Auður Inga Ólafsdóttir, f. 11. maí 1967. Maður hennar Guðlaugur Stefánsson.
2. Ásdís Íshólm Ólafsdóttir, f. 7. október 1968, d. 19. júlí 2019. Maður hennar Ólafur Gunnar Pétursson.
3. Dagný Björk Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1973. Maður hennar Gunnar Bragi Þorsteinsson.
4. Elfa Íshólm Ólafsdóttir, f. 28. júní 1976. Maður hennar Halldór Halldórsson.
5. Harpa Íshólm Ólafsdóttir, f. 7. júlí 1987. Maður hennar Gissur Kolbeinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.