Erla Ólafsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Erla Ólafsdóttir frá Götu, húsfreyja, verkakona fæddist 6. október 1945 í Götu.
Foreldrar hennar: Pétur Ólafur Pálsson frá Héðinshöfða, f. 3. nóvember 1927, d. 6. apríl 2011, og barnsmóðir hans Jónína Einarsdóttir frá Götu, f. 13. nóvember 1926 í Pétursborg á Fáskrúðsfirði.

Erla ólst upp með móður sinni, lauk unglingaprófi frá Gagnfræðaskólanum, vann verkakvennavinnu við fiskverkun í Eyjum.
Hún eignaðist Jón Ólaf í Eyjum 1967, fluttist til Keflavíkur í Gosinu og var verkakona þar.
Hún giftist Jóhanni 1975 og eignaðist með honum þrjú börn. Þau skildu 1980.
Um fimmtugt fluttist Erla til Danmerkur og vann þar við ræstingar í 15 ár, fluttist þá heim og býr nú á Ásbrú í Reykjanesbæ.

I. Barnsfaðir hennar var Daniel Faradayadamstein frá Pretoriu í S-Afríku, þá starfsmaður í Vélsmiðjunni Magna.
Barn þeirra er
1. Jón Ólafur Daníelsson knattspyrnuþjálfari í Eyjum, f. 31. mars 1967.

II. Maður Erlu, (1975, skildu 1980), var Jóhann Grétar Óskarsson frá Sandgerði, f. 19. október 1947. Foreldrar hans voru Ágústa Ingibjörg Sigurðardóttir rithöfundur, f. 17. ágúst 1925, d. 17. júlí 2009 og Óskar Júlíusson bifreiðastjóri, f. 19. apríl 1909, d. 4. desember 1990.
Börn þeirra:
2. Hlynur Jóhannsson tölvunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 2. apríl 1975.
3. Páll Þór Jóhannsson rafvirki í Hafnarfirði, f. 21. maí 1976.
4. Linda Jóhannsdóttir stúdent, húsfreyja í London, f. 30. apríl 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.