Emil Arason (Akurey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Emil Arason)
Fara í flakk Fara í leit

Emil Karvel Arason frá Akurey, verslunarmaður, útstillingamaður, varðmaður fæddist þar 23. apríl 1931.
Foreldrar hans voru Ari Markússon í Akurey, verkamaður, f. 30. maí 1900 að Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 18. mars 1972, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1905 í Haga í Gnúpverjahreppi, d. 13. september 2000.

Börn Guðrúnar og Ara:
1. Elías Arason, rak fyrirtækið Járniðjan, vann síðan hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, f. 11. júní 1924 á Butru í Fljótshlíð, d. 17. maí 2017. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
2. Ester Aradóttir, f. 28. júlí 1925 á Butru, d. 27. júlí 1926.
3. Ester Anna Aradóttir, verkakona, húsfreyja, f. 3. mars 1927 í Ásbyrgi, d. 2. september 2020.
4. Helgi Arason, f. 16. janúar 1929, d. samdægurs.
5. Emil Karvel Arason starfsmaður á Tanganum, síðar varðmaður hjá Eimskip í Reykjavík, f. 23. apríl 1931 í Akurey.
6. Hörður Arason, umboðsmaður Olíufélagsins í Grindavík, f. 8. október 1932 í Akurey.
Fósturbörn þeirra voru tvö börn Esterar og sonur Emils:
7. Selma Pálsdóttir verkakona, verslunarmaður, ritari, f. 17. júní 1946.
8. Ari Kristinn Jónsson, f. 6. mars 1949.
9. Daníel Emilsson rafmagnsiðnfræðingur, f. 29. desember 1953.

Emil var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1948, lærði vörukynningu í Danmörku í eitt ár.
Emil stundaði sjómennsku á sumrum á unglingsárum. Eftir gagnfræðapróf vann hann afgreiðslustörf á Tanganum í 5 ár.
Hann flutti til Reykjavíkur, var sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni og hjá Síríus. Síðan var hann vörður við vörugeymslu Eimskipafélagsins við höfnina í 20 ár.
Þau Svana giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja, bjuggu við Hólagötu. Þau skildu .
Hann flutti til Lands.
Þau Guðrún giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau búa í Reykjavík.

Rit og útgáfa:
Á skólárum sínum í Gagnfræðaskólanum stóð Emil að útgáfu skólarits, sem útgefendur nefndu
GADDAVÍR. G.í.V. 1947. Útg.: Félag hugsjónamanna í 3. bekk.
Ritstjóri: Einar V. Bjarnason.
Ábyrgðarm.: Sigurður Guðmundsson.
Teiknari: Emil K. Arason.
Fírtommuprent h.f.

I. Kona Emils, (skildu), var Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1935, d. 17. nóvember 2004.

Börn þeirra:
1. Daníel Emilsson rafmagnsiðnfræðingur í Hafnarfirði, f. 29. desember 1953 í Reykjavík. Fyrrum kona hans Emilía Fannbergsdóttir. Kona hans Elín Kristín Magnúsdóttir.
2. Lára Laufey Emilsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1955 á Hólagötu 31. Maður hennar Viðar Guðmundsson.

II. Kona Emils, (1959), er Guðrún Georgsdóttir frá Miðhúsum í Breiðavík, Snæf., húsfreyja, f. 19. nóvember 1933. Foreldrar hennar voru Georg Júlíus Ásmundsson bóndi á Stóra-Kambi og Miðhúsum í Breiðavík, f. 8. september 1891, d. 5. maí 1983, og kona hans Guðmunda Lára Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1895, d. 27. nóvember 1973.
Börn þeirra:
3. Maggý Dögg Emilsdóttir kjólameistari, vinnur hjá Borgarleikhúsinu, f. 2. nóvember 1959. Maður hennar Steingrímur Hauksson.
4. Ari Geir Emilsson byggingafræðingur, f. 19. október 1962. Kona hans Áslaug Þorfinnsdóttir.
5. Rúnar Ólafur Emilsson kaupmaður, f. 13. mars 1965. Kona hans Dagrún Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.