Emerentíana Jónsdóttir eldri (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. júní 2015 kl. 10:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júní 2015 kl. 10:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Emerentíana Jónsdóttir eldri, húsfreyja á Vilborgarstöðum, fæddist 1762 og lést 29. september 1792 eftir barneign.

Þau Páll voru vinnuhjú hjá Hans Klog kaupmanni við fæðingu Jóns frumburðar síns.

Maður Emerentíönu var, (20. júlí 1788), Páll Guðmundsson bóndi, f. 1765, d. 5. ágúst 1810.
Börn þeirra hér:
1. Jón Pálsson sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 20. febrúar 1788 á Kornhólskansi, d. 2. ágúst 1864.
2. Guðmundur Pálsson, f. 19. október 1789, d. 30. október 1789 úr ginklofa.
3. Ossilá Pálsdóttir, f. 28. júlí 1791, d. 2. ágúst 1791 úr „landfarsótt“.
4. Erlendur Pálsson, f. 21. september 1792, d. 28. september 1792, jarðsettur með móður sinni.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.