Elísa Jónsdóttir (Berjanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. janúar 2023 kl. 11:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2023 kl. 11:10 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elísa Guðbjörg Jónsdóttir.

Elísa Guðlaug Jónsdóttir frá Berjanesi við Faxastíg 20, húsfreyja fæddist þar 17. september 1925 og lést 30. janúar 2018.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson verkamaður, smiður, f. 13. júní 1895 að Fljótakróki í Meðallandi, V.-Skaft., d. 27. nóvember 1989, og kona hans Ólöf Friðfinnsdóttir frá Borgum í Vopnafirði, húsfreyja, f. þar 11. desember 1901, d. 5. nóvember 1985.

Börn Ólafar og Jóns:
1. Elísa Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1925 í Berjanesi, d. 30. janúar 2018. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurgeir Ólafsson. Maður hennar Jón Ingvaldur Hannesson.
2. Guðrún Ólína Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1927 í Berjanesi, d. 14. mars 1927.
3. Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 10. apríl 1928 í Berjanesi, d. 29. júlí 2018. Maður hennar Ernst Backman, látinn.
4. Gunnar Sveinbjörn Jónsson húsasmíðameistari, f. 7. október 1931 í Berjanesi, d. 27. október 2018. Kona hans Guðrún Bergsdóttir, látin.
5. Einar Þór Jónsson húsasmíðameistari, um skeið á Seyðisfirði, f. 30. nóvember 1934 í Berjanesi. Kona hans Erla Blöndal, látin.

Elísa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum.
Elísa vann við fiskiðnað og afgreiðslu hjá Kaupfélaginu.
Hún söng með Vestmannakórnum.
Hún eignaðist tvö börn með Sigurgeiri.
Þau Jón giftu sig 1948, eignuðust eitt barn. Elís flutti til Reykjavíkur, bjó í Rauðagerði og í Vallartröð í Kópavogi, en síðast á Haukshólum 3 í Reykjavík.
Elís lést 2018 og Jón 2021.

I. Sambúðarmaður Elísu var Sigurgeir Ólafsson, (Siggi Vídó) frá Víðivöllum, sjómaður, skipstjóri, hafnarstjóri, forseti bæjarstjórnar, f. 21. júní 1925, d. 2. ágúst 2000.
Börn þeirra:
1. Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir húsfreyja, móttökuritari, símavörður, f. 16. september 1944 í Berjanesi. Maður hennar Jón Sigurðsson, látinn.
2. Ruth Halla Sigurgeirsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 29. janúar 1946 í Berjanesi, d. 1. ágúst 2007. Maður hennar Ólafur Axelsson

II. Maður Elísu, (17. september 1948), var Jón Ingvaldur Hannesson frá Brekkukoti í Reykholtsdal, Borg., húsamíðameistari, f. 5. apríl 1925, d. 1. júlí 2021. Foreldrar hans voru Hannes Jónsson frá Brekkukoti, bóndi, f. 31. október 1887, d. 5. mars 1959, og kona hans Ólöf Sveinsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1892 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, d. 7. júlí 1965.
Barn þeirra:
3. Guðrún Iðunn Jónsdóttir húsfreyja, deildarstjóri, f. 24. júlí 1953, d. 30. apríl 2021. Fyrrum maður hennar Lárus Hannesson. Maður hennar Sveinn Kr. Pétursson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 8. febrúar 2018. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.