Elín Guðlaugsdóttir (Sólbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. júlí 2022 kl. 11:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. júlí 2022 kl. 11:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elín Guðlaugsdóttir.

Elín Guðlaugsdóttir frá Sólbergi, húsfreyja, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi og lést 5. júlí 2022 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Halldórsson frá Stóra-Bóli í A-Skaft., skipstjóri, f. 20. maí 1898, d. 3. apríl 1977, og kona hans Ragnhildur Friðriksdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1902 á Rauðhálsi í Mýrdal, d. 16. ágúst 1977.

Börn Ragnhildar og Guðlaugs:
1. Friðþór Guðlaugsson vélvirkjameistari, f. 11. október 1926, d. 19. júní 2004.
2. Alda Guðlaugsdóttir húsfreyja, verkakona á Húsavík, f. 21. desember 1928 í Litla-Hvammi, d. 24. nóvember 1996.
3. Elín Guðlaugsdóttir, tvíburi, húsfreyja, sjúkraliði, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi.
4. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, tvíburi, húsfreyja, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi, d. 22. ágúst 2013.
5. Vigfúsína Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. nóvember í Viðey, d. 25. desember 1994.

Elín var með foreldrum sínum í æsku, vann að fiskverkun á yngri árum.
Hún lærði til sjúkraliða eftir Gos, lauk prófi 1974, starfaði við Sjúkrahúsið til 1997.
Þau Jóhann giftu sig 1948. Elín var á Sólbergi við fæðingu Guðlaugs 1948. Þau Jóhann bjuggu í Baðhúsinu við Bárustíg í lok árs, í Reykjadal 1953, á Bessastíg 10 1956 og til 2001, er þau fluttu í Sólhlíð 19.
Jóhann lést 2002.

I. Maður Elínar, (10. júlí 1948), var Jóhann Ármann Kristjánsson frá Reykjadal, vélstjóri, matsveinn, mælaaflestrarmaður hjá Rafveitunni, f. 29. desember 1915 í Skipholti við Vestmannabraut, d. 6. desember 2002.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur Jóhannsson netagerðarmaður, sjómaður, f. 29. apríl 1948 á Sólbergi. Kona hans Margrét Jenný Gunnarsdóttir.
2. Ragna Jóhannsdóttir húsfreyja, starfsmaður á elliheimili í Danmörku, f. 6. nóvember 1949 í Baðhúsinu. Maður hennar Jörn Boklund.
3. Guðný Kristín Jóhannsdóttir sjúkraliði í Eyjum, f. 7. júní 1953 í Reykjadal, ógift.
4. Jóhann Ellert Jóhannsson viðskiptafræðingur, fjármálastjóri í Noregi, f. 8. október 1956 á Bessastíg 10. Kona hans Solveig Krusholm.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Elín Guðlaugsdóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. desember 2002.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.