Elín Bjarnadóttir (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2017 kl. 19:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2017 kl. 19:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Guðmundsson og Elín Bjarnadóttir í Sigtúni.

Elín Bjarnadóttir húsfreyja í Sigtúni fæddist 20. nóvember 1865 í Klömbru undir Eyjafjöllum og lést 18. nóvember 1948.
Faðir hennar var Bjarni bóndi í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1870, f. 1. desember 1830, d. 11. júlí 1900, Jónsson bónda á Refsstöðum í Landbroti og Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 24. apríl 1797, d. 13. október 1839, Bjarnasonar bónda víða, en síðast og lengst í Mörk á Síðu, f. 1742 á Núpstað í Fljótshverfi, d. 10. september 1820, Jónssonar, og síðari konu Bjarna í Mörk, Bóelar húsfreyju, f. 1770, d. 22. september 1834, Jónsdóttur prests Brynjólfssonar.
Móðir Bjarna á Ásólfsskála og kona Jóns á Refsstöðum, (28. maí 1822), var Guðný húsfreyja, f. 17. október 1799, Árnadóttir bónda á Syðri-Steinsmýri, f. 1765 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d. 19. ágúst 1846 á Syðri-Steinsmýri, Halldórssonar, og konu Árna á Syðri-Steinsmýri, (1796), Elínar húsfreyju, f. 1776, d. 4. júlí 1846 á Syðri-Steinsmýri, Jónsdóttur.

Móðir Elínar í Sigtúni og kona Bjarna Jónssonar í Ásólfsskála var Guðrún húsfreyja, f. 30. apríl 1843, d. 9. nóvember 1901, Arnoddsdóttir bónda, lengst í Hrútafellskoti u. Eyjafjöllum, f. 18. september 1796 í Drangshlíð þar, d. 29. mars 1883 í Seli í Landeyjum, Brandssonar bónda í Drangshlíð, f. 1743, d. 6. maí 1822, Einarssonar, og konu Brands, Margrétar húsfreyju, f. 1766, d. 19. febrúar 1853, Arnoddsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Ásólfsskála og síðari kona, (14. júlí 1842), Arnodds Brandssonar var Jórunn húsfreyja í Hrútafellskoti, f. 1808 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Jónsdóttir bónda þar 1816, f. 1760, Jónssonar, og konu hans, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Börn Bjarna Jónssonar og Guðrúnar Arnoddsdóttur í Eyjum voru:
1. Jórunn Bjarnadóttir bústýra í Mandal, f. 9. janúar 1864 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 7. maí 1945.
2. Elín Bjarnadóttir húsfreyja í Sigtúni, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru u. Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.
3. Margrét Bjarnadóttir húsfreyja á Múla, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.
4. Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja á Brimbergi, f. 16. mars 1874, d. 5. mars 1957.
5. Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja á Strönd, f. 13. janúar 1879, d. 17. nóvember 1954.
6. Jón Bjarnason verkamaður í Sigtúni, f. 2. maí 1881, d. 28. nóvember 1963.
7. Bjarni Bjarnason útvegsbóndi, sjómaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, fórst 16. desember 1924.
Móðursystir barnanna, systir Guðrúnar Anoddsdóttur, var Gróa Arnoddsdóttir móðir
8. Önnu Tómasdóttur húsfreyju í Selkoti, móður
a. Hjörleifs Sveinssonar í Skálholti,
b. Tómasar Sveinssonar á Faxastíg 15 og
c. Sigfúsar Sveinssonar á Kirkjubæjarbraut 8.

Elín var 4 ára með foreldrum sínum í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1870, ógift vinnukona í Eyvindarholti í Stóra-Dalssókn 1890, ógift húsfreyja í Krókskoti í Hraungerðissókn 1901 með Guðjóni og börnunum Guðrúnu, Jónínu og Davíð. Við manntal 1910 var hún gift, (1904), húsfreyja í Sandvík 3 í Flóa, sem var eign þeirra. Þar er mætt Rannveig dóttir þeirra, en Jónína er þar ekki.
Þau Guðjón fluttust til Eyja 1916 og voru búsett á Hoffelli 1920. Þar eru hjá þeim börnin Davíð, Rannveig og Ólafur.

Maður Elínar var Guðjón Guðmundsson trésmíðameistari í Sigtúni, f. 25. september 1867 í Þykkvabæ í Holtum, d. 31. janúar 1952.

Börn Elínar og Guðjóns hér:
1. Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1898, d. 16. ágúst 1983.
2. Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 1899.
3. Davíð Guðjónsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 16. september 1902, d. 12. maí 1984.
4. Rannveig Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. desember 1905, d. 13. desember 1996.
5. Ólafur Guðjónsson bifvélavirki í Hafnarfirði, f. 11. júní 1911, d. 22. október 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.