Elma Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnfríður Axelma (Elma) Jónsdóttir.

Gunnfríður Axelma (Elma) Jónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja fæddist 20. desember 1921 og lést 5. desember 2006.
Foreldrar hennar voru Jón Tómasson sjómaður, f. 13. ágúst 1881, d. 13. maí 1961, og kona hans Guðrún Sigríður Hákonardóttir húsfreyja, f. 7. september 1884, d. 30. desember 1969.

Elma var með foreldrum sínum.
Hún leitaði til Eyja 16 ára gömul.
Þau Júlíus giftu sig 1941, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hjálmholti, þá á Sólvangi 1945, síðar á Hólagötu 5.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1967, bjuggu fyrst í Hraunbæ 28, síðan í Glaðheimum 12.
Júlíus lést 2000. Elma dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík. Hún lést 2006.

I. Maður Elmu, (12. apríl 1941), var Júlíus Ingibergsson frá Hjálmholti, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 17. júlí 1915, d. 11. ágúst 2000.
Börn þeirra:
1. Guðrún Fanney Júlíusdóttir flugfreyja, f. 17. janúar 1950. Maður hennar Erlendur Magnússon.
2. Júlíus Rafn Júlíusson vélstjóri, f. 25. október 1954. Kona hans Tanattha Noinang.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.