Ellert Schram Þorkelsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Ellert Schram Þorkelsson (nefndur Lerti) vinnumaður frá Kokkhúsi fæddist 11. september 1844 og lést 19. september 1892.
Foreldrar hans voru Þorkell Brandsson tómthúsmaður í Kokkhúsi, f. 1815, og kona hans, Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1814, d. 10. júní 1866.

Ellert var með foreldrum sínum í æsku, uns faðir hans flutti til lands 1862 og yfirgaf fjölskylduna, „óvíst hvert“.
Ellert var í vinnumennsku alla starfsævi sína, - í Draumbæ 1862, í Nöjsomhed 1863, í London 1864, í Görðum við Kirkjubæ 1865, í Vanangri 1870, á Vilborgarstöðum 1880 og, 1881, í Dölum 1882, í Þorlaugargerði 1883-1891, vinnumaður á Ofanleiti við andlát 1892, 48 ára.
Ellert var í Herfylkingunni.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.