Elísabet Andrésdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Elísabet Andrésdóttir.

Sigríður Elísabet Andrésdóttir frá Stóru-Breiðavíkurhjáleigu í Reyðarfirði, húsfreyja fæddist 10. júlí 1924 og lést 20. apríl 2003 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.
Foreldrar hennar voru Andrés Sigfússon bóndi, f. 10. ágúst 1893, d. 9. febrúar 1981, og kona hans Jóhanna Valgerður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1901, d. 15. nóvember 1975.

Systir Elísabetar var Ólöf Andrésdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1920, d. 23. maí 1959. Maður hennar var Hrólfur Ingólfsson.

Elísabet var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti til Eyja 1948.
Þau Friðrik giftu sig 1949, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Landagötu 23, fluttu til Eskifjarðar í Gosinu 1973. Þau skildu á Eskifirði árið 2000.
Síðustu árin bjó hún á Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði.
Elísabet lést árið 2003.

I. Maður Elísabetar, (26. febrúar 1949), var Friðrik Friðriksson frá Skipholti, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 4. september 1926, d. 23. maí 2003.
Börn þeirra:
1. Guðrún Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1948. Maður hennar Ásbjörn Guðjónsson.
2. Sveinn Friðriksson býr í Kaupmannahöfn, f. 3. apríl 1953. Kona hans Kolbrún Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.