Elín Erlendsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Elín Erlendsdóttir frá Kirkjubæ fæddist 11. janúar 1859 og lést 29. nóvember 1922.
Foreldrar hennar voru Erlendur Ingjaldsson sjávarbóndi á Kirkjubæ, f. 1828, d. 12. janúar 1887, og kona hans Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 26. apríl 1897.

Elín var með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1860, niðursetningur í Presthúsum 1870. Hún var vinnukona í Ystaskála u. Eyjafjöllum 1880, í Kolholtshelli í Flóa 1890, húsfreyja, bústýra í Reykjavík 1910 og 1920.
Elín lést 1922.

Maki: Elín bjó með Halldóri Pálssyni frá Stokkseyri 1910, f. 22. júlí 1849, d. 25. apríl 1926. Hann var ekkjumaður frá 1890.
Barn þeirra hér:
Valdimar Halldórsson sjómaður í Reykjavík, f. 9. ágúst 1897, d. 24. apríl 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.