Elín Bjarnadóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Elín Bjarnadóttir frá Miðhúsum fæddist 2. desember 1806 á Miðhúsum og lést 3. apríl 1831.
Foreldrar hennar voru Bjarni Björnsson á Miðhúsum, f. 1752, d. 23. nóvember 1827, og þriðja kona hans Halldóra Pétursdóttir húsfreyja, f. 1774, d. 1. maí 1822 .

Elín var með foreldrum sínum í æsku. Móðir hennar lést 1822. Hún var með föður sínum meðan hans naut við. Hann lést 1827.
Hún varð holdsveik og öryrki líklega af þeim sökum, var hjá Jónasi Vestmann stjúpbróður sínum og Ingibjörgu Jakobsdóttur konu hans á Vesturhúsum 1828, kölluð 25 ára ómagi á Vesturhúsum við andlát 1831.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.