Elín Þorvaldsdóttir (Vestra-Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Elín Þorvaldsdóttir, Pálmi og barnið Guðlaugur Stefán.

Elín Þorvaldsdóttir frá Vestra-Stakkagerði, verkakona, húsfreyja á Seltjarnarnesi fæddist 11. október 1941 í Neskaupstað.
Foreldrar hennar voru Hans Þorvaldur Sveinsson frá Hlíð í Norðfirði, sjómaður, f. 16. október 1912 á Strönd þar, drukknaði af vélbátnum Valþóri frá Siglufirði 22. júlí 1947, og kona hans Sigríður Einarsdóttir frá Staðarfelli, húsfreyja, f. þar 5. febrúar 1922, d. 9. júní 1989 í Reykjavík.

I. Barn Sigríðar og Vilhelms Ragnars Ingimundarsonar:
1. Gunnar Vilhelmsson múrari, f. 8. júlí 1939 á Staðarfelli. Kona hans Bjarnveig Gunnarsdóttir.
II. Börn Sigríðar og Hans Þorvaldar Sveinssonar:
2. Elín Þorvaldsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 11. október 1941 í Neskaupstað. Maður hennar Pálmi Eyþórsson, látinn.
3. Anna Sigurlaug Þorvaldsdóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 19. mars 1944 í Bár í Neskaupstað. Maður hennar Már Michelsen.
4. Sæunn Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja í Svíþjóð, f. 8. maí 1946 í Bár í Neskaupstað. Fósturforeldrar Björn Levý Gestsson, f. 28. september 1889 og síðari kona hans Jóhanna Lárusdóttir, f. 15. maí 1013. Maður hennar Sigurður Þorsteinsson.
5. Þorvaldur Þorvaldsson sjómaður, f. 13. mars 1948 í Vestra-Stakkagerði, d. 2. mars 2009. Kona hans Sigríður Björk Þórisdóttir.
III. Barn Sigríðar og Baldurs Sigurlássonar:
6. Erla Kristinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og Garðabæ, f. 25. desember 1950 í Vestra-Stakkagerði, var ættleidd . Maður hennar Halldór Svavarsson, látinn.
IV. Börn Sigríðar og Jóns Sigurðar Jóhannessonar:
7. Halldór Sigurðsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 19. desember 1953 í Vestra-Stakkagerði, d. 15. janúar 2018. Kona hans Eyrún Guðbjörnsdóttir.
8. Einar Sigurðsson bakarameistari í Þorlákshöfn, f. 26. mars 1955 í Vestra-Stakkagerði. Kona hans Arnheiður Svavarsdóttir.
9. Björk Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði, býr í Bláskógabyggð, f. 7. maí 1957 í Vestra-Stakkagerði. Fyrrum maður hennar Víðir Ástberg Pálsson.
10. Sæmundur Sigurðsson sendibílstjóri í Reykjavík, f. 5. febrúar 1960 í Eyjum. Kona hans Elín Halla Gunnarsdóttir, látin.
11. Sigurður Sigurðsson starfsmaður Volvoverksmiðjanna í Svíþjóð, f. 27. febrúar 1964, d. 5. ágúst 1990. Kona hans Sigurjóna Örlygsdóttir, látin.

Elín var með foreldrum sínum í Neskaupstað fyrstu ár sín, en faðir hennar drukknaði, er hún var á sjötta ári sínu.
Hún fluttist með móður sinni til Eyja 1948 og bjó með henni í Vestra-Stakkagerði, síðar með henni og Sigurði Jóhannessyni þar og á Ásavegi 30.
Elín lauk fjórða bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1959.
Hún vann á Sjúkrahúsinu og við afgreiðslustörf.
Elín eignaðist barn með Þorleifi í Eyjum 1962 og með Hólmgeiri í Reykjavík 1966.
Þau Pálmi giftu sig 1972, eignuðust eitt barn.
Pálmi lést 2014.

I. Barnsfaðir Elínar var Þorleifur Dagbjartsson frá Seyðisfirði, skipstjóri á Stöðvarfirði, f. 18. ágúst 1936, d. 8. mars 2017. Foreldrar hans voru Dagbjartur Guðmundsson verkamaður á Seyðisfirði, f. 19. október 1886, d. 6. apríl 1972, og kona hans Erlendína Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1894, d. 17. júlí 1974.
Barn þeirra:
1. Ómar Þorleifsson vaktstjóri í Reykjavík, f. 11. september 1962 að Ásavegi 30. Kona hans Dagbjört Einarsdóttir.

II. Barnsfaðir Elínar er Hólmgeir Pálmason frá Bergsstöðum á Vatnsnesi í Hún., bifreiðastjóri í Kópavogi, f. 14. janúar 1948. Foreldrar hans voru Pálmi Jónsson bóndi á Bergsstöðum, síðar birgðavörður á Seltjarnarnesi, f. 10. febrúar 1917, d. 3. júní 2001, og kona hans Ingibjörg Daníelsdóttir húsfreyja, saumakona, starfsmaður Pósts og síma, f. 3. mars 1922, d. 15. ágúst 2016.
Barn þeirra:
2. Sigvaldi Hólmgeirsson fiskimatsmaður hjá Granda í Reykjavík, f. 27. desember 1966 í Reykjavík. Fyrrum kona hans Thi Houng Bui.


III. Maður Elínar, (25. nóvember 1972), var Pálmi Eyþórsson verkamaður, f. 26. júlí 1945 á Akureyri, d. 13. apríl 2014 á Landspítalanum. Foreldrar hans voru Eyþór Jónsson verkamaður, síðast í Reykjavík, f. 7. nóvember 1918, d. 6. ágúst 1997, og Aðalbjörg Sigfinnsdóttir frá Gunnlaugsstöðum á Héraði, f. 25. maí 1916, d. 26. nóvember 2009.
Barn þeirra:
3. Guðlaugur Stefán Pálmason verkamaður, öryrki eftir bílslys, f. 4. mars 1972 í Reykjavík. Fyrrum kona hans Annalyn Pastolero.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bollagarðaætt á Seltjarnarnesi. Niðjatal Einars Hjörtssonar útvegsbónda í Bollagörðum og konu hans Önnu Jónsdóttur og barnsmóður hans Sigríðar Jónsdóttur. Gylfi Ásmundsson tók saman. Þjóðsaga. Reykjavík 1990.
  • Elín.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.