Elín Þorkelsdóttir (Kokkhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Elín Þorkelsdóttir frá Kokkhúsi fæddist 1841 og lést 18. mars 1883.
Foreldrar hennar voru Þorkell Brandsson tómthúsmaður í Kokkhúsi, f. 1815, og kona hans, Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1814, d. 10. júní 1866.

Elín var heyrnar- og mállaus. Hennar er ekki getið við skírn.
Hún var með foreldrum sínum 1941, á fyrsta ári, og til 1862. Þá yfirgaf faðir hennar fjölskylduna, „óvíst hvert“.
Frá þeirri stundu var Elín niðursetningur í Eyjum.
Hún var niðursetningur á Búastöðum 1866, á Vilborgarstöðum 1870, á Oddsstöðum 1874 og enn við andlát 1883.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.