Elías Kristjánsson (Reykjadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. nóvember 2018 kl. 18:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. nóvember 2018 kl. 18:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Einar Elías Kristjánsson.

Einar Elías Kristjánsson frá Reykjadal, sjómaður, verkamaður fæddist 19. febrúar 1919 í Skipholti og lést 4. janúar 2011.
Foreldrar hans voru Kristján Þórðarson frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, útgerðarmaður, sjómaður, f. 2. júní 1876, d. 16. janúar 1966, og kona hans Guðný Elíasdóttir frá Klömbru u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. október 1881, d. 18. júní 1962.

Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðjón Ingólfur Kristjánsson nuddari, f. 31. október 1902 í Reykjavík, d. 7. desember 1984.
2. Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, d. 25. nóvember 1962.
3. María Þuríður Kristjánsdóttir, f. 30. apríl 1908 í Ási, d. 21. desember 1992.
4. Anna Magnúsína Þóra Kristjánsdóttir, f. 27. ágúst 1910 í Ási, d. 5. nóvember 1995.
5. Jóna Lovísa Kristjánsdóttir, f. 25. ágúst 1911 í Ási, d. 20. apríl 1912.
6. Jóhann Ármann Kristjánsson matsveinn, vélstjóri, mælaálestrarmaður, f. 29. desember 1915 í Skipholti, d. 6. desember 2002.
7. Einar Elías Kristjánsson, f. 19. febrúar 1919 í Skipholti, d. 4. janúar 2011.

Elías var með foreldrum sínum í æsku, í Skipholti við fæðingu, síðan í Reykjadal.
Þau Klara giftu sig 1942 og eignuðust 5 börn.
Þau bjuggu í fyrstu í Hellisholti, byggðu húsið að Hólagötu 7 og bjuggu þar síðan til Goss.
Elías var sjómaður, en vann lengst hjá Vestmannaeyjabæ.
Við Gos fluttust þau í Kópavog. Þá vann Elías hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til starfsloka sinna.
Þau Klara bjuggu í Kópavogi uns þau fluttust í hjúkrunarheimilið Víðines, en að lokum í hjúkrunarheimilið Mörk við Suðurlandsbraut.
Elías lést 2011 og Klara 2013.

Kona Elíasar, (24. desember 1942), var Viktoría Klara Hjartardóttir húsfreyja, iðnverkakona, f. 24. júní 1924 í Mörk við Hásteinsveg, d. 7. júní 2013.
Börn þeirra:
1. Ellý Elíasdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1944 í Hellisholti. Maður hennar: Guðmundur Stefánsson.
2. Óskar Elíasson, f. 8. ágúst 1947 í Hellisholti. Kona hans: Ingibjörg Guðjónsdóttir.
3. Guðný Sólveig Elíasdóttir húsfreyja, frístundaheimilis- og leikskólastarfsmaður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1949 í Hellisholti, d. 28. apríl 2015. Maður hennar var Sigtryggur Antonsson.
4. Hjörtur Kristján Elíasson, f. 10. janúar 1957 á Hólagötu 37. Kona hans var Kristín Ingólfsdóttir.
5. Ómar Elíasson, f. 28. nóvember 1960 að Hólagötu 37. Maður hennar: Hallfríður Steinunn Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.