Elín Erlendsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. apríl 2016 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. apríl 2016 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Erlendsdóttir vinnukona í Norðurgarði fæddist 1792 á Felli í Suðursveit og lést 17. nóvember 1821 í Norðurgarði.
Foreldrar hennar voru Erlendur Erlendsson bóndi, f. 1744, á lífi 1801, og kona hans Þórdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 1749 á Holtum á Mýrum í A-Skaft., á lífi 1816 í Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum.

Elín var 9 ára með foreldrum sínum á Hellum í Suðursveit 1801, var vinnukona í Efstakoti u. Eyjafjöllum 1816.
Hún fluttist frá Efstakoti að Nýjabæ 1820, var vinnukona þar til 1821, en var vinnukona í Norðurgarði við andlát í nóvember á því ári.
Hún lést úr landfarsótt 1821.

I. Barnsfaðir Elínar var Jón Einarsson útvegsbóndi, hreppstjóri og lóðs í Nýjabæ f. 1773, d. 14. marz 1846.
Barn þeirra var
1. Sigurður Jónsson, f. 30. ágúst 1821, d. 7. september 1821 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.