Elín Helga Björnsdóttir (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. október 2018 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. október 2018 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elín Helga Björnsdóttir.

Elín Helga Björnsdóttir húsfreyja í Nýborg fæddist 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði og lést 7. ágúst 1963.
Faðir hennar var Björn bóndi í Miðbæ í Norðfirði, f. 18. ágúst 1849, d. 8. febrúar 1915, Jónsson bónda í Fannardal og Stuðlum þar, f. 1809, Björnssonar bónda víða á Austurlandi, Loðmundarfirði, Seyðisfirði, Mjóafirði (Grund þar 1816), Norðfirði og Borgarfirði, f. um 1783, d. 1872, Skúlasonar Sigfússonar og Svanhildar Sveinsdóttur; (frá þeim er Skúlaætt á Austurlandi).
Móðir Jóns í Fannardal og kona Björns Skúlasonar var Guðrún húsfreyja og yfirsetukona, f. 1782 á Litla-Steinsvaði í Hróarstungu, Jónsdóttir bónda á Bóndastöðum í Hjaltastaðaþinghá Magnússonar og konu Jóns á Bóndastöðum, Þuríðar húsfreyju Sveinsdóttur.
Móðir Björns í Miðbæ og kona Jóns í Fannardal var Ingibjörg húsfreyja, f. 1811, Illugadóttir „hins halta“ Jónssonar. Illugi var frá Ærlækjarseli í Axarfirði, var bóndi í Rima í Mjóafirði eystra 1812-1813, í Fjarðarkoti þar 1813-1818 og í Miðbæ í Norðfirði, f. um 1788, d. um 1871, Jónsson. Kona Illuga ,,halta“ Jónssonar var Ingveldar húsfreyja, f. 1774, d. 20. janúar 1852, Hermannsdóttir frá Firði Jónssonar „pamfíls“; (Pamfílsætt á Austurlandi).

Móðir Elínar Helgu í Nýborg var Helga húsfreyja í Miðbæ, f. 27. október 1848 í Skógargerði í Fellum, d. 24. júní 1931, Hildibrandsdóttir bónda í Skógargerði, f. 1825, d. 1879, Hildibrandssonar bónda á Hofi í Fellum, Einarssonar, og seinni konu Hildibrands á Hofi, Guðrúnar húsfreyju, f. 1791, Einarsdóttur.
Móðir Helgu í Miðbæ og kona Hildibrands í Skógargerði var Jóhanna húsfreyja, f. 1822, Jónsdóttir bónda á Geirastöðum í Hróarstungu, „harðvítugur maður“ (ÆAu.), f. 1793 á Giljum á Jökuldal, Sigfússonar, og konu (1816) Jóns á Geirastöðum, Ingibjargar húsfreyju, f. um 1790 á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, Jónsdóttur á Bóndastöðum Magnússonar og konu Jóns, Þuríðar húsfreyju Sveinsdóttur, (sjá ofar Guðrúnu yfirsetukonu Jónsdóttur).

Elín Helga fluttist að Brautarholti frá Norðfirði 1910, bjó með Bergmundi þar. Þau giftu sig 1. janúar 1911, bjuggu í Brautarholti við fæðingu Laufeyjar 1911, í Presthúsum í lok árs 1912, í Götu 1913 og 1914, á Kirkjubæ 1915 og 1916, á Strönd 1917 og enn 1919, í Sjávargötu 1920 og enn 1930.
Þau bjuggu í Stakkholti 1934, á Faxastíg 8 A 1940 og 1945, voru komin í Nýborg 1949 og bjuggu þar síðan.
Elín Helga fæddi 8 börn og ól upp tvö fósturbörn.
I. Maður hennar, (1. janúar 1911), var Bergmundur Arnbjörnsson sjómaður, bræðslumaður, f. 17. október 1884, d. 21. nóvember 1952.
Börn Bergmundar og Elínar:
1. Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. apríl 1911 í Brautarholti, d. 21. júní 1996.
2. Guðrún Hildur Bergmundsdóttir, f. 1. júní 1912 í Presthúsum, d. 1. júlí 1913 í Götu.
3. Helga Bergmundsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913 í Götu, d. 26. apríl 1952.
4. Björn Bergmundsson sjómaður, verkamaður í Eyjum, f. 26. september 1914 í Götu, d. 26. mars 1981.
5. Elísabet Sigþrúður Bergmundsdóttir húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916 á Kirkjubæ, d. 10. júlí 1981.
6. Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
7. Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.
8. Ása Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, á Dalvík og í Reykjavík, f. 2. maí 1926 í Sjávargötu, d. 28. nóvember 2004.
Fósturbörn Bergmundar og Elínar:
9. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, dóttir Aðalbjargar, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
10. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Bergmundur Elli Sigurðsson.