Eiríkur Pálsson (Varmahlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Eiríkur Pálsson og Þuríður Magnúsdóttir.
Hjónin Eiríkur Pálsson og Þuríður Magnúsdóttir frá Varmahlíð.

Eiríkur Pálsson fyrrverandi bóndi að Kraga á Rangárvöllum, fæddist í Koti á Rangárvöllum 16. apríl 1866 og lézt í Eyjum 19. marz 1954.

Ætt og uppruni

Foreldrar hans voru Páll bóndi í Koti á Rangárvöllum, f. 3. júlí 1833, d. 27. des. 1920 að Kraga þar, Jóns bónda í Koti, f. 21. nóv. 1795 á Geldingalæk þar, d. 8. marz 1862 í Koti, Magnússonar og konu Jóns bónda, Höllu húsmóður, f. 16. júní 1796, d. 17. okt. 1877, Páls bónda í Kotmúla í Fljótshlíð, sk. 14. marz 1763, d. 25. okt. 1832, Hanssonar.
Móðir Eiríks Pálssonar og kona Páls var Margrét húsmóðir, f. 3. júní 1836, d. 1. júlí 1889, Eiríks bónda á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 15. júlí 1799 á Helluvaði, d. 7. júlí 1866 á Helluvaði, Jónssonar og konu Eiríks, Sigríðar húsmóður, f. 9. marz 1798, Magnúsar bónda á Eystri-Geldingalæk, f. 1764 í Keldnaseli á Rangárvöllum, Sæmundssonar.

Lífsferill

Eiríkur Pálsson var bóndi í Kraga 1893-1947, en þá flutti hann til Eyja. Hann bjó hjá dóttur sinni í Varmahlíð og lézt þar 87 ára.
Eiríki er svo lýst 1930: ”Eiríkur er alskeggjaður sem hinir fornu garpar og rauðbirkinn“.

Eiríkur kvæntist 29. maí 1891 Þuríði Magnúsdóttur, f. 1873.
Börn þeirra voru:

  • Helga bústýra, f. 12. des. 1892, d. 26. okt. 1961,
  • Margrét húsfreyja, f. 13. des. 1893, d. 8. apríl 1966,
  • Pálína, f. 10. apríl 1895, d.13. janúar 1983
  • Sigríður húsfreyja, f. 15. júní 1897, d. 1. júlí 2001,
  • Sólrún, f. 16. febr. 1899, d. 10. jan. 1989,
  • Magnús, f. 2. maí 1902, d. 26. sept. 1960,
  • Sigurbergur, f. 5. maí 1907, d. 26. s. mán.,
  • Sigríður Lilja húsfreyja, f. 6. nóv. 1910, d. 18. júní 2001.

Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.