Einar Snorrason (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Einar Snorrason vinnumaður, tómthúsmaður, síðar bóndi á Þóroddsstöðum á Miðnesi, fæddist 19. september 1794 á Nýlendu hjá Hvalsnesi þar og lést 18. maí 1866.
Foreldrar hans voru Snorri Þórðarson bóndi í Götu í Ásahreppi og á Nýlendu á Miðnesi, sjómaður, f. 1739 í Kvíarholti í Holtahreppi, d. 17. apríl 1825, og kona hans Jarþrúður Ólafsdóttir húsfreyja frá Steinkrossi á Rangárvöllum, skírð 2. desember 1754, d. 3. apríl 1836.

Einar var með foreldrum sínum 1801.
Hann kom að Kornhól frá Miðmörk u. Eyjafjöllum 1819, 24 ára vinnumaður, var vinnumaður á Búastöðum 1820, húsmaður á Löndum við giftingu í ágúst 1824, var fangi hjá Jóni Einarssyni hreppstjóra í Nýjabæ 1824, húsmaður þar 1825-1827.
Þau Guðrún komu að Króki í Útskálasókn 1828, voru bændur á Þóroddsstöðum þar 1835, „sjálfs sín“ í Presthúsum í Útskálasókn 1845. Einar var grashúsmaður, sjómaður á Nýlendu 1850, tómthúsmaður og ekkill þar 1855 og 1860.
Hann lést 1866.

I. Barnsmóðir Einars var Málhildur Jónsdóttir vinnukona í Kornhól, f. um 1778 í Klauf í Landeyjum. Hún var bústýra í Svaðkoti 1816.
Barn þeirra var
5. Jón Einarsson, f. 22. desember 1820, d. 31. desember 1820 úr ginklofa.

II. Kona Einars, (8. ágúst 1824), var Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1791, d. 14. febrúar 1853.
Börn þeirra hér:
1. Jarþrúður Einarsdóttir, f. 10. janúar 1823 á Vesturhúsum, d. 15. janúar 1823 „úr Barnaveiki“.
2. Jón Einarsson, 6. febrúar 1824, d. 14. febrúar 1824 úr „Barnaveiki“.
3. Kristín Einarsdóttir, f. 5. júlí 1825 í Nýjabæ, d. 18. júlí 1825 úr „Barnaveiki“.
4. Guðrún Einarsdóttir, f. 22. september 1826 í Nýjabæ, d. 1. október 1826 úr ginklofa.
5. Guðrún Einarsdóttir, f. 17. febrúar 1829 í Útskálasókn, d. 9. mars 1829.
Fóstursonur þeirra var
6. Bergþór Einarsson bóndi í Nýjabæ í Útskálasókn, f. 5. janúar 1831, d. 15. maí 1879. Foreldrar hans voru Guðrún Bergþórsdóttir ógift vinnukona og Einar Einarsson vinnumaður frá Miðhúsum í Eystrihrepp.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.