Einar Pálsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Einar Pálsson.

Einar Pálsson frá Vilborgarstöðum, síðar í Utah fæddist 17. mars 1878 á Vilborgarstöðum og lést 22. maí 1928 í Spanish Fork.
Foreldrar hans voru Páll Árnason sjómaður frá Vilborgarstöðum, f. 22. febrúar 1852, d. 2. ágúst 1936 í Spanish Fork í Utah, og kona hans Kristín Eiríksdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1842 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 10. október 1934 í Spanish Fork.

Börn Kristínar og Páls voru:
1. Einar Pálsson, f. 17. mars 1878 á Vilborgarstöðum, d. 22. maí 1928 í Spanish Fork.
2. Árni Pálsson, f. 8. september 1879 á Kirkjubæ, d. 14. ágúst 1920 í Spanish Fork.
3. Pauline A. Johnson, f. 3. desember 1881 i Spanish Fork, d. 28. janúar 1965.
4. Margrét Johnson, f. 3. ágúst 1884 í Spanish Fork, d. 30. september 1885 í Spanish Fork.
5. Christina Johnson, f. 7. nóvember 1886 í Spanish Fork, d. 29. janúar 1888 í Spanish Fork.
Sonur Kristínar var
6. Jóhann Kristján Thomsen, f. 2. ágúst 1869, d. 28. ágúst 1939. Hann fór til Vesturheims frá Kirkjubæ 1880, 10 ára.

Einar var nýfæddur með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1878, þar með þeim 1879, á Löndum 1880.
Hann fluttist með móður sinni og Árna bróður sínum frá Löndum til Utah 1881, en faðir bræðranna kom til þeirra ári síðar.
Foreldrar hans eignuðust litla bújörð, en faðirinn vann að auki daglaunavinnu.
Einar kvæntist Magneu 18 ára. Hann vann við veitustíflu í Spanish Fork í 17 ár. Þau eignuðust 9 börn, en aðeins 3 náðu fullorðinsaldri.
Hann gekk undir nafninu Einar P. Johnson.
Einar lést 1928.

Kona hans var Magnea Sigríður Ágústa Magnúsdóttir, (Maggie Sigridur Einarson), f. 9. ágúst 1877.
Börn þeirra hér:
1. Jennie 1899-1904.
2. Pauline 1900.
3. Hazel 1903-1904.
4. Einar Alexander 1905-1906.
5. Levon 1910-1910.
6. Maggie 1912-1912.
7. Dellroy 1913-1931.
8. Clifford.
9. Ranae.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders of Utah. La Nora Allred.
  • Utah Icelandic settlement.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.