Einar Jónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Einar Jónsson bóndi frá Oddsstöðum fæddist 31. október 1860 á Oddsstöðum og lést 15. febrúar 1950 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum, f. 20. október 1817, látinn að líkindum í Utah, og síðari kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1825, d. 23. maí 1867.

Systkini Einars í Eyjum voru:
1. Guðbjörg Bóel Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 14. mars 1853. Hún var vinnukona í Juliushaab 1876.
2. Jón Jónsson húsmaður á Kirkjubæ, síðar í Utah, f. 22. janúar 1857.

Einar var með foreldrum sínum til ársins 1867 og síðan föður sínum og systkinum til 1870.
Hann var léttadrengur á Kirkjubæ 1871 og 1872, vinnumaður þar 1873 og enn 1876, á Vesturhúsum 1877. Hans er ekki getið við húsvitjun í Eyjum næstu árin, finnst ekki brottfluttur né finnst hann á manntali.
Einar var bóndi í Halakoti í Biskupstungum 1901, í Prestshúsum á Eyrarbakka 1910, síðar verkamaður í Reykjavík.

I. Barnsmóðir Einars var Valgerður Hróbjartsdóttir, var á Rauðafelli 1880, vinnukona í Útey í Laugardal, Árn. 1901, húsfreyja í Skuld 1910, á Hverfisgötu 92b 1930, f. 11. október 1876 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 18. febrúar 1970.
Barn þeirra:
1. Guðmunda Guðrún Magnúsína Einarsdóttir, f. 12. ágúst 1921 í Reykjavík, d. 14. júní 1934 í Reykjavík.

II. Kona Einars, (7. nóvember 1901), var Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1860 í Gamlabæ (Syðri-Steinsmýri) í Meðallandi, d. 17. júlí 1945. Foreldrar hennar voru Einar Sigurðsson bóndi í Nýjabæ og síðar í Efri-Mörk, f. 13. september 1815 á Breiðabólstað, d. 5. desember 1879 í Gamlabæ, og kona hans Ragnhildur Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1823 í Skaftárdal, d. 12. júlí 1884 í Gamlabæ.
Uppeldissonur þeirra var
2. Jóhann Axel Jóhannsson, f. 11. júlí 1900 á Nethömrum í Ölfusi, d. 14. janúar 1951.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.