Einar Jóelsson (Sælundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Jóelsson.

Einar Jóelsson frá Sælundi, sjómaður fæddist 12. apríl 1912 og lést 13. janúar 1962.
Foreldrar hans voru Jóel Eyjólfsson útgerðarmaður á Sælundi, f. 3. nóvember 1878, d. 28. desember 1944 og síðari kona hans Guðbjörg Oktavía Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1880, d. 31. desember 1929.

Börn Jóels og fyrri konu hans Þórdísar Guðmundsdóttur:
1. Þorgeir Jóelsson á Sælundi, f. 15. júní 1903, d. 13. febrúar 1984.
2. Guðmundur Jóelsson í Háagarði, f. 5. janúar 1907, d. 14. september 1965.
Börn Oktavíu og Jóels.
3. Einar, fæddur 18. apríl 1912, dáinn 13. janúar 1962.
4. Jóel Ottó, fæddur 28. apríl 1914, dáinn 23. desember 1973. Kona hans Auður Halla Gísladóttir.
5. Þórdís, fædd 15. febrúar 1916, dáin 7. júlí 1996. Hún var gift Emil Andersen.
6. Sigurður Ingi, fæddur 1. ágúst 1917, dáinn 29. apríl 1991. Hann var kvæntur Fanneyju Ármannsdóttur.
7. Edvin, fæddur 2. júní 1922, dáinn 25. mars 1971. Kona hans Vilhelmína Tómasdóttir.

Einar var með foreldrum sínum.
Hann var sjómaður, vélstjóri. Hann bjó á Sælundi, Sæbóli við Strandveg 50 og í Háagarði.
Einar lést 1962, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.