Einar Einarsson (Stóra-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. janúar 2018 kl. 14:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. janúar 2018 kl. 14:00 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Einar Einarsson.

Einar Einarsson vélvirki, vélstjóri fæddist 2. september 1930 í Stóra-Hvammi og lést 29. júlí 2010 á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Foreldrar hans voru Einar Magnússon vélsmíðameistari í Stóra-Hvammi, f. 31. júlí 1892 í Hvammi u. Eyjafjöllum, d. 25. ágúst 1932, og kona hans María Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1897 í Knobsborg á Seltjarnarnesi, d. 18. febrúar 1974.

Börn Einars og Maríu Vilborgar voru:
1. Sigríður Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1923, d. 9. febrúar 2003.
2. Björg Einarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, síðar í Reykjavík, f. 16. apríl 1924, d. 30. júlí 1991.
3. Magnús Einarsson vélvirki, verkstjóri í Virginíu, f. 30. nóvember 1925, d. 13. janúar 1998.
4. Þuríður Einarsdóttir Ólafson húsfreyja, f. 9. október 1927, d. 12. júní 1962.
5. Villa María Einarsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. desember 1928.
6. Einar Einarsson vélvirki, vélstjóri, f. 2. september 1930, d. 29. júlí 2010.

ctr
María Vilborg Vilhjálmsdóttir með börn sín.

Aftari röð: Magnús, Þuríður, Einar, Villa María.

Fremri röð: Sigríður, María, Björg.

Faðir Einars lést, er hann var tæpra tveggja ára.
Hann ólst upp með móður sinni og systkinum í Eyjum og Reykjavík.
Einar stundaði vélvirkjanám í vélsmiðjunni Héðni 1946-1950 og í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann tók vélstjórapróf með rafmagnsdeildarprófi 1954.
Hann vann við tæknistörf hjá Sikorsky Aircraft Corp. í Bridgeport USA 1955-56 og Republic Aviation Corp. Farmingdale USA 1956-61.
Þá var hann vélstjóri bæði á norskum og íslenskum skipum og sigldi víða.
Frá 1961-1968 vann hann á teiknistofu Hitaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur og eftir sameiningu fyrirtækjanna við teikningar og mælingar á heimtaugalögnum.
Einar var listfengur, hélt sýningu á málverkum sínum í Háholti 1982. Auk þess vann hann að þróun og tilraunum með flugvélar og nagladekk.

Einar Einarsson og Margrét Sigurðardóttir.

Einar var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (skildu), var Ásrún Ólafsdóttir, f. 11. júní 1931.
II. Síðari kona Einars, (23. október 1966), var Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1944 á Barkarstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Sigurður Tómasson bóndi, f. 19. desember 1897, d. 20. apríl 1977, og kona hans María Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. september 1909, d. 20. apríl 1977.
Hann var barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.