Eilífur Eilífsson (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2016 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2016 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Eilífur Eilífsson (Ólafshúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eilífur Eilífsson vinnumaður fæddist 1816 á Syðri-Reykjum í Miðfirði í V-Hún. og drukknaði 30. janúar 1847.
Foreldrar hans voru Eilífur Jónsson bóndi, f. 1787 á Ási í Vatnsdal í A-Hún., d. 1. desember 1844 og kona hans Helga Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1775 á Hólum í Vatnsdal, d. 18. september 1822.

Eilífur var með foreldrum sínum í frumbernsku. Hann fluttist úr Landeyjum að Nöjsomhed 1838, var vinnumaður hjá Balbroe lækni þar á því ári, vinnumaður á Gjábakka 1839, í Ólafshúsum 1840, á Kirkjubæ 1842, í Frydendal 1843 og 1844, í Sjólyst 1845, aftur í Frydendal 1846.
Eilífur drukknaði 1847.

Barnsmóðir Eilífs var Ingiríður Björnsdóttir í Stóra-Gerði, síðar húsfreyja þar, f. 9. september 1818, d. 4. júlí 1870, kona Runólfs Magnússonar bónda. Eilífur neitaði.
Barnið þeirra var
1. Eyjólfur Eilífsson (Ingiríðarson í pr.þj.b.), f. 13. júní 1840, d. 24. júní 1840 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.