Eiður Jónsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eiður Jónsson skipstjóri fæddist 7. febrúar 1902 Knarrareyri í Flateyjardal, S.-Þing. og lést 28. febrúar 1939.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson Fanndal frá Helgustöðum í Skagafirði, bóndi á Knarrareyri, f. 22. ágúst 1872, d. 23. mars 1969, og Manasína Guðrún Sigurðardóttir frá Skógum í Öxnadal, vinnukona, f. 25. nóvember 1877, d. 4. febrúar 1944.

Eiður varð sjómaður, skipstjóri.
Hann flutti til Eyja, var skipstjóri á Sigríði VE, er hún strandaði undir Ofanleitishamri 13. febrúar 1928, en þar varð mannbjörg eftir frækilegt klifur Jóns Vigfússonar vélstjóra frá Holti.
Þau Sigríður Dagný giftu sig 1925, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu á Skjaldbreið við Urðaveg 36. Þau skildu barnlaus.
Eiður lést 1939.

I. Kona Eiðs, (31. október 1925, skildu), var Sigríður Dagný Vigfúsdóttir frá Holti, húsfreyja, f. 15. september 1903, d. 5. október 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.