Eggert Gunnarsson (Víðivöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Eggert

Eggert Gunnarsson fæddist 4. september 1922 og lést 4. janúar 1991. Foreldrar Eggerts voru Gunnar Marel Jónsson skipasmíðameistari og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir. Eggert var sjöundi í hópi tólf alsystkina, en auk þeirra voru þrjú eldri hálfsystkini.

Eiginkona Eggerts var Jóna Guðrún Ólafsdóttir frá Víðivöllum. Þau bjuggu framan af á Víðivöllum en Eggert byggði hús á Sóleyjargötu 12 og bjuggu þau þar þaðan af. Þau áttu 6 börn; Ólaf, Svövu, Guðfinnu, Gunnar, Sigurlaugu og Óskar.

Eggert var skipasmiður og lærði hann þá iðn af föður sínum. Hann lauk sveinsprófi í iðninni árið 1944. Eggert tók við Dráttarbraut Vestmannaeyja þegar faðir hans þurfti að hætta vegna heilsu.

Óskar Kárason skrifaði formannavísu um Eggert:

Eggert á lög nú leggur
liðtækur skipasmiður,
niður Gunnars á gniði
gamla Erlingi damlar.
Nær sá í fisk á færi,
flæða, ef gefur næði.
Færan má fírinn bæra
fjallamann góðan kalla.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Eggert Gunnarsson

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.