Daníel Guðmundsson (Hellishólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2017 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2017 kl. 15:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Daníel Guðni Guðmundsson verkamaður, bifreiðastjóri, innheimtumaður fæddist 14. nóvember 1925 í Hafnarfirði og lést 19. júlí 1996.
Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson sjómaður, verkamaður í Garði og Hafnarfirði, f. 4. ágúst 1883, d. 22. október 1952, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1894, d. 17. september 1992.

Daníel ólst upp í Hafnarfirði, síðan á Hólum í Biskupstungum. Hann fluttist til Eyja um 1945 og var bifreiðastjóri, einnig stundaði hann sauðfjárrækt.
Þau Marta giftu sig 1946, eignuðust fyrsta barn sitt á Lágafelli 1947, bjuggu í Hellisholti um skeið, leigðu á Hofi skamma stund, síðan í Sólhlíð 24.
Þau byggðu Bröttugötu 10, sem þau nefndu Hellishóla, bjuggu þar uns þau fluttust í nýbyggt hús sitt að Höfðavegi 25 og bjuggu þar frá um 1961 til Goss.
Hjónin fluttust til Þorlákshafnar í Gosinu og bjuggu þar til 1981, er þau fluttust í Furugerði í Reykjavík og bjuggu þar síðan.
Daníel lést 1996.
Marta fluttist til Keflavíkur og hefur búið þar í 15 ár, er í dagvistun í Seli þar.

Kona Daníels, (31. desember 1946), var Marta Hjartardóttir húsfreyja frá Hellisholti, f. 30. júni 1926.
Börn þeirra:
1. Hafdís Daníelsdóttir húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður í Eyjum, rak verslunina Heimaver, býr nú í Hafnarfirði, f. 15. apríl 1947 á Lágafelli við Vestmannabraut 10. Maður hennar var Ingvi Björgvin Ögmundsson kaupmaður í Heimaveri, f. 27. apríl 1943, d. 20. júlí 2016.
2. Guðbjartur Daníelsson í Njarðvík, húsasmiður, f. 18. nóvember 1950 á Hellishólum við Bröttugötu 10. Kona hans er Guðmunda Lára Guðmundsdóttir húsfreyja, kennari, f. 19. júní 1950.
3. Guðmundur Bjarni Daníelsson verkamaður, iðnaðarmaður, f. 12. febrúar 1955 á Hellishólum. Kona hans er Jóhanna Kristinsdóttir húsfreyja.
4. Daníel Guðni Daníelsson bifreiðastjóri, skiltagerðarmaður í Reykjanesbæ, f. 6. apríl 1957 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Petrína Guðmundsdóttir húsfreyja.
5. Hjörtur Kristján Daníelsson bifreiðastjóri, rekur fyrirtækið Plexigler í Reykjanesbæ, f. 17. maí 1964 á Sjúkrahúsinu. Kona hans er Kristín Guidice húsfreyja og verslunarrekandi, f. 1. október 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.