„Dagmey Einarsdóttir (Kirkjuhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Mynd: 1962 b 187 AA.jpg|500px|thumb|''Konur úr forustuliði verkakvenna, þegar unnið var að stofnun Barnaheimilisins. <br> ''Aftari röð frá vinstri: <br> ''[[Ólafía Ólad...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 6: Lína 6:
Foreldrar hennar voru Einar Þórður  Guðmundsson þurrabúðarmaður, sjómaður, f. 18. október 1865, d. 31. júlí 1940,  og kona hans [[Guðfinna Kristín Bjarnadóttir]] húsfreyja, f. 1. október 1856, d. 1. desember 1923.
Foreldrar hennar voru Einar Þórður  Guðmundsson þurrabúðarmaður, sjómaður, f. 18. október 1865, d. 31. júlí 1940,  og kona hans [[Guðfinna Kristín Bjarnadóttir]] húsfreyja, f. 1. október 1856, d. 1. desember 1923.


Móðursystir Dagmeyjar var [[Sesselja Einarsdóttir (Vallartúni)|Sesselja Einarsdóttir]] húsfreyja í [[Bræðraborg]] og [[Vallartún]]i, kona [[Finnbogi Finnbogason|Finnboga Finnbogasonar]] frá Norðurgarði.
Systir Dagmeyjar var [[Sesselja Einarsdóttir (Vallartúni)|Sesselja Einarsdóttir]] húsfreyja í [[Bræðraborg]] og [[Vallartún]]i, kona [[Finnbogi Finnbogason|Finnboga Finnbogasonar]] frá Norðurgarði.


Dagmey var tökubarn í Landkoti á Álftanesi 1910.<br>
Dagmey var tökubarn í Landkoti á Álftanesi 1910.<br>
Lína 34: Lína 34:
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Norðurgarði eystri]]
[[Flokkur: Íbúar í Norðurgarði]]
[[Flokkur: Íbúar í Ásnesi]]
[[Flokkur: Íbúar í Ásnesi]]
[[Flokkur: Íbúar við Hásteinsveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Hásteinsveg]]

Núverandi breyting frá og með 8. nóvember 2021 kl. 20:54

Konur úr forustuliði verkakvenna, þegar unnið var að stofnun Barnaheimilisins.
Aftari röð frá vinstri:
Ólafía Óladóttir, Helga Rafnsdóttir, Marta Þorleifsdóttir.
Sitjandi frá vinstri: Margrét Sigurþórsdóttir, Dagmey Einarsdóttir.

Dagmey Einarsdóttir frá Grænhóli á Álftanesi, húsfreyja, verkakona, verkalýðsbaráttukona á Kirkjuhól fæddist 10. janúar 1904 á Grænhóli og lést 12. september 1993.
Foreldrar hennar voru Einar Þórður Guðmundsson þurrabúðarmaður, sjómaður, f. 18. október 1865, d. 31. júlí 1940, og kona hans Guðfinna Kristín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1. október 1856, d. 1. desember 1923.

Systir Dagmeyjar var Sesselja Einarsdóttir húsfreyja í Bræðraborg og Vallartúni, kona Finnboga Finnbogasonar frá Norðurgarði.

Dagmey var tökubarn í Landkoti á Álftanesi 1910.
Hún fluttist með móður sinni frá Álftanesi til Eyja 1914, var barn í Norðurgarði eystri 1914, vinnukona þar 1920, en móðir hennar var hjá Sesselju dóttur sinni í Pétursborg, gætti síðar barna hjá henni í Bræðraborg.
Dagmey tók virkan þátt í verkalýðsbaráttu þess tíma. Hún var ein þess hóps kvenna, sem barðist fyrir stofnun leikskóla í Eyjum.
Þau Ólafur giftu sig 1928, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á níunda ári 1940.
Þau bjuggu í Ásnesi við fæðingu Finnboga 1928, á Hásteinsvegi 17 við fæðingu Guðfinnu Kristínar 1930 og skírn Birnu 1934. Þau voru komin á Kirkjuhól 1940 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Ólafur Beck lést 1971. Dagmey bjó í Birkihlíð 26 við Gos dvaldi síðast í Hraunbúðum og lést 1993.

Maður Dagmeyjar, (13. nóvember 1926), var Ólafur Beck Bjarnason sjómaður, verkamaður, f. 28. nóvember 1898, d. 9. mars 1971.
Börn Dagmeyjar og Ólafs:
1. Finnbogi Hafsteinn Ólafsson, f. 25. september 1928, d. 31. maí 2011.
2. Guðfinna Kristín Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005.
3. Jóna Dalrós Ólafsdóttir, f. 20. september 1931, d. 3. maí 1940.
4. Guðbjörg Birna Ólafsdóttir, f. 24. febrúar 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.