Dagar og nætur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þjóðhátíðarlag
1991 1992 1993
Skipið mig ber yfir spegilslétt haf
og stefnan er tekin til þín.
Gleymt hef ég ólgu og óveðragný
og nú kem ég heim á ný.
Í fjörunni stóð ég og fylgdist með sæ
en skipið þitt færðist ei nær.
Nú sé ég betri og bjartari tíð
er nálgast þjóðhátíð.
Viðlag:
Já daga og nætur í Dalnum ég dvel
og hér vil ég vera með þér.
Í kvöld logar bálköstur klettinum á,
þá kviknar í hjartanu ástarþrá.
Við svífum um götuna saman í kvöld
og skuggarnir leika við tjöld.
Leiftur á himni og ljósin svo skær
nú laða mig nær og nær.
Lag og texti: Geir Reynisson