„Dóra Guðríður Svavarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Dóra Guðríður Svavarsdóttir. '''Dóra Guðríður Svavarsdóttir''' húsfreyja, leikskólastarfsmaður fæddist 12. ma...)
 
m (Verndaði „Dóra Guðríður Svavarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. nóvember 2019 kl. 18:20

Dóra Guðríður Svavarsdóttir.

Dóra Guðríður Svavarsdóttir húsfreyja, leikskólastarfsmaður fæddist 12. maí 1942 á Litlu-Grund, Vesturvegi 24 og lést 3. febrúar 2004 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Svavar Þórðarson afgreiðslumaður, f. 11. febrúar 1911, d. 10. janúar 1978, og kona hans Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 26. febrúar 1913, d. 25. júlí 1998.

Börn Þórunnar og Svavars:
1. Edda Sigrún Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. janúar 1936, d. 29. júní 2011. Maður hennar var Garðar Þorvaldur Gíslason.
2. Dóra Guðríður Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 12. maí 1942, d. 3. febrúar 2004. Maður hennar var Halldór Pálsson.
3. Friðrikka Svavarsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1945. Maður hennar er Hrafn Oddsson.
4. Áslaug Svavarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. júní 1948. Maður hennar er Ingvar Vigfússon.
5. Svava Svavarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. febrúar 1956. Maður hennar er Egill Ásgrímsson.
6. Sif Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 7. júlí 1957. Maður hennar er Stefán S. Guðjónsson.

Dóra var með foreldrum sínum í æsku, á Litlu-Grund, í London og á Heiðarvegi 11.
Hún var við fiskvinnslu og lengi starfsmaður á leikskóla.
Þau Halldór giftu sig 1962, eignuðust tvö börn. Dóra bjó í foreldrahúsum við fæðingu Aðalheiðar 1957. Þau Halldór bjuggu á Sóleyjargötu 3 við fæðingu Hafþórs 1967, síðast á Brekkugötu 3.
Dóra Guðríður lést 2004 og Halldór 2014.

I. Maður Dóru Guðríðar, (3. febrúar 1962), var Halldór Pálsson bifreiðastjóri f. 10. apríl 1939, d. 29. september 2014.
Börn þeirra:
1. Aðalheiður Halldórsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1957, d. 6. maí 2018. Sambúðarmaður Ævar Rafn Þórisson.
2. Hafþór Halldórsson sjómaður, vélfræðingur, f. 3. apríl 1967. Sambúðarkona hans Sigríður Vigdís Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.