Carolina Augusta Abel

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Carolina Augusta Abel fæddist 10. mars 1834 í Kornhól.
Foreldrar hennar voru Johan Nicolai Abel sýslumaður, f. 31. mars 1794 í Kværkeby í Ringsted í Sorö, d. 31. október 1862 í Kaupmannahöfn, og kona hans Diderikke Claudine Abel húsfreyja, f. 3. febrúar 1792 í Kaupmannahöfn, d. 18. febrúar 1855 í Hilleröd.

Börn Diderikke og Johan Abel í Eyjum voru:
1. Jensine Marie Andrea Abel húsfreyja, f. um 1821 líklega í Danmörku.
2. Jens Christian Thorvald Abel kaupmaður, f. 24. maí 1823 á Vesturhúsum.
3. Hans Schack Abel, f. 19. mars 1825 á Vesturhúsum, d. 24. mars 1825 úr „Barnaveiki“.
4. Carolina Augusta Abel, f. 10. mars 1834 í Kornhól.
Fósturbarn þeirra var
5. Jóhanna Sigríður Margrét Bjarnasen, f. 22. júní 1839, d. 4. apríl 1910. Móðir hennar lést, er hún var á 3. árinu og faðir hennar 1845. Jóhanna var hjá sýslumannshjónunum í Eyjum í 1-2 ár, en fór þá til Reykjavíkur og þaðan til Kaupmannahafnar.

Carolina var með foreldrum sínum í Kornhól og síðan í Nöjsomhed til 1835, en þá fór hún með foreldrum sínum til Danmerkur. Þar dvaldi hún með foreldrum sínum og síðan móður sinni til 1842, en fluttist þá að Nöjsomhed.
Hún fluttist til Kaupmannahafnar með Jensine systur sinni 1845, kom aftur og var með foreldrum sínum, en fluttist burt með þeim 1851.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.