Carl Axel Möller

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Carl Axel Möller beykir, verslunarmaður, símstjóri í Keflavík, fæddist 8. febrúar 1859 og lést 14. nóvember 1937.
Foreldrar hans voru Carl Ludvig Möller verslunarstjóri í Juliushaab, f. 1816, d. 7. júlí 1861, og kona hans Ingibjörg Þorvarðsdóttir húsfreyja, f. 28. október 1821, d. 7. september 1899.

Systkini Carls Axels í Eyjum voru:
1. Maria Sophie Friðrikke Möller, f. 28. október 1847. Hún fluttist til Danmerkur.
2. Jóhanna Möller saumakona, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914.
3. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
4. Hansína Möller húsfreyja, f. 28. júní 1854, d. 20. ágúst 1940.
5. Hans Peter Vilhelm Möller vinnumaður, f. 30. júní 1856, d. 21. desember 1877.
6. Haraldur Lúðvík Möller trésmíðameistari, kaupmaður, f. 14. apríl 1861, d. 21. september 1931.

Faðir Carls Axels lést, er hann var tveggja ára.
Hann var með móður sinni í Túni 1862, var fóstraður frá 1863 hjá Gísla og Maríu Bjarnasen, - í Juliushaab 1863-1868, hjá þeim í Garðinum (Kornhól) 1869 og enn 1873, hjá þeim í Nöjsomhed 1874.
Carl Axel sigldi til Kaupmannahafnar 1875, kom heim 1879, var 21 árs beykir og bjó með móður sinni á Vilborgarstöðum 1880.
Hann fluttist til Reykjavíkur með móður sinni 1882, bjó í Möllershúsi í Útskálasókn 1890, kvæntur verslunarþjónn hjá H.P. Duus í Keflavík. Kona hans þar var Valdís Magnúsdóttir og barn þeirra var Ingibjörg Sigríður þriggja ár. Einnig var móðir hans þar í heimili.
1901 bjuggu þau Valdís enn í Möllershúsi í Útskálasókn. Þau áttu þar barnið Ingibjörgu Sigríði 14 ára. Ingibjörg móðir Carls Axels var látin, en Magnús Sigurðsson fyrrum bóndi í Litla-Nýjabæ í Holtum, faðir Valdísar, var hjá þeim.
1910 voru þau í Keflavíkursókn með Ingibjörgu Sigríði.
1920 bjuggu þau á Templarastíg í Keflavík og þar bjó Ingibjörg Sigríður dóttir þeirra með fjölskyldu sinni.
Carl Axel varð símstjóri í Keflavík og lést 1937.

Kona Carls Axels, (1887), var Valdís Magnúsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1853 í Litla-Nýjabæ í Holtum, d. 5. desember 1939. Foreldrar hennar voru Magnús Sigurðsson bóndi þar, f. 24. júní 1824, d. 26. júní 1905, og kona hans Sólrún Felixdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1829, d. 7. mars 1890.
Barn þeirra Valdísar hér:
1. Ingibjörg Sigríður Carlsdóttir Möller húsfreyja, f. 17. mars 1887, d. 20. september 1951.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.