Brynjúlfur Sigfússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Brynjólfur og Ingrid og elsti sonurinn Aðalsteinn.
Systkinin frá Vestri-Löndum. Standandi frá vinstri: Brynjúlfur og Árni. Sitjandi: Leifur og Ragnheiður Stefanía.

Brynjúlfur Sigfússon, tónskáld, fæddist 1. mars 1885 og lést 27. febrúar 1951. Hann var mjög virkur í tónlistarlífinu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta 20. aldar sem organisti í Landakirkju, stjórnandi og stofnandi fyrstu lúðrasveitar í Vestmannaeyjum og síðan kórstjóri Vestmannakórs, sem svo var nefndur, en kórinn var blandaður kór úr Eyjum og starfaði á þessum árum. Brynjúlfur var stjórnandi lúðrasveitarinnar frá stofnun hennar árið 1904 til ársins 1916.

Sjá greinar um hann í Bliki 1967, - Brynjólfur Sigfússon, organisti og söngstjóri. Þar er eiginhandarrit af laginu Yndislega eyjan mín.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ritverk Árna Árnasonar/Brynjólfur Sigfússon