Brynhildur Guðmundsdóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Brynhildur Guðmundsdóttir húsfreyja fæddist 1752 og lést 1. nóvember 1809.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Eyjólfsson bóndi, kirkjusmiður og kóngssmiður í Þorlaugargerði, f. 1723, og fyrri kona hans Þorgerður Einarsdóttir húsfreyja, f. (1723).

Systkini Brynhildar voru:
1. Sr. Bjarnhéðinn Guðmundsson prestur á Kirkjubæ, f. um 1754, d. 20. október 1821.
2. Sr. Einar Guðmundsson prestur í Noregi, f. 1758, d. 2. desember 1817.
3. Sveinn Guðmundsson bóndi í Þorlaugargerði, f. 1764, d. 5. nóvember 1832.
Hálfsystir, (samfeðra) var
4. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja á Vesturhúsum, f. 1767, d. 30. desember 1846.

Brynhildur var ekkja í Þorlaugargerði 1801, systir Sveins Guðmundssonar bónda þar. Maður hennar er ókunnur.
Hún lést hjá bróður sínum Sveini í Þorlaugargerði 1809 úr landfarsótt, 57 ára.
Barn hennar hér:
1. Brynhildur Gísladóttir, d. 5. maí 1785, 7 ára „af kæfandi kvefi“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.