Bryndís Pálína Hrólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bryndís Pálina Hrólfsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, umsjónarmaður, leikskólastarfsmaður fæddist 27. ágúst 1952 á Landagötu 21.
Foreldrar hennar voru Hrólfur Ingólfsson bæjargjaldkeri, bæjarstjóri, sveitarstjóri, fulltrúi, f. 20. desember 1917, d. 31. maí 1984, og fyrri kona hans Ólöf Andrésdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1920, d. 23. maí 1959.

Börn Ólafar og Hrólfs:
1. Andri Valur Hrólfsson stöðvarstjóri, f. 29. mars 1943. Kona hans Sunna Karlsdóttir Guðjónssonar.
2. Ingólfur Hrólfsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 23. maí 1946. Kona hans Hanna Jónsdóttir.
3. Drengur, f. 23. maí 1946, d. 23. maí 1946.
4. Gunnhildur Elsa Hrólfsdóttir rithöfundur, f. 1. nóvember 1947. Fyrrum maður hennar Johan Edvin Weihe Stefánsson. Maður hennar Finnur Eyjólfur Eiríksson.
5. Bryndís Pálína Hrólfsdóttir, f. 27. ágúst 1952. Maður hennar Engilbert Gíslason Engilbertssonar.
Börn Hrefnu og Hrólfs:
1. Sveinn Hrólfsson húsasmíðameistari, f. 12. janúar 1961. Kona hans Lára Bryndís Björnsdóttir.
2. Daði Hrólfsson, leiðsögumaður, f. 30. mars 1963. Kona hans Debora Turang.
3. Arnar Þór Hrólfsson húsasmíðameistari, f. 11. febrúar 1968.

Bryndís var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Bryndís var á sjöunda ári sínu. Hún var með föður sínum og Hrefnu Sveinsdóttur, síðari konu hans.
Hún flutti til Seyðisfjarðar með foreldrum sínum 10 ára, lærði í Gagnfræðaskólanum þar í 1. og 2. bekk, flutti til Eyja og lauk gagnfræðaprófi úr 4. bekk í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1969.
Þau Engilbert ráku verslunina í Geysi við Skólaveg, nefnd Kostakjör, í 10 ár til 1984. Þau keyptu hlut í Eyjaprenti við Strandveg, fluttu til Reykjavíkur í október 1987,
Hún var umsjónarmaður í Selásskóla í 3 ár. Þau Engilbert stofnuðu innflutningsfyrirtækið Arnarberg og fluttu inn ræstingavörur. Bryndís vann við verslunina og á leikskóla KFUM til 2011.
Þau Engilbert giftu sig 1971, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Höfðaveg 51.

I. Maður Bryndísar, (3. júlí 1971), er Engilbert Gíslason kaupmaður, umboðsmaður, framkvæmdastjóri, f. 15. febrúar 1951.
Börn þeirra:
1. Ólöf Engilbertsdóttir, starfar við fjármál hjá IKEA, f. 11. nóvember 1973. Maður hennar Sigurður Kristinsson.
2. Elín Engilbertsdóttir, skrifstofumaður, f. 19. júní 1975. Maður hennar Tómas Högni Unnsteinsson.
3. Kristín Engilbertsdóttir, öryrki, f. 13. nóvember 1979.
4. Ragna Engilbertsdóttir, ferðamálafræðingur, f. 11. júlí 1981. Fyrrum maður hennar Jakob Guðlaugsson. Fyrrum maður hennar Guðmundur Karl Karlsson, Sambúðarmaður hennar Finnur Andrésson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.