Bratti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Bratti var grasbrekka með stöllum austan í Tangahæðinni. Var fyrrum haft um hæðina alla. Hér voru áður fyrir ofan allmörg húsmannshús. Var sú byggð kölluð „í Bratta“ eða aðeins Bratti, en áður fyrr var hér kallað Kastali eða í Kastala. Á Tangahæðinni var Tangaverzlunin byggð. Hannes lóðs taldi, að Kastali hefði staðið þar, sem síðar var Vesturvegur 5.


Heimildir

  • Þorkell Jóhannesson. Örnefni í Vestmannaeyjum. Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag, 1938.