Bragi Jónsson (Ísafirði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. september 2019 kl. 16:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. september 2019 kl. 16:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Bragi Jónsson.

Bragi Jónsson frá Ísafirði, sjómaður fæddist 25. desember 1947 og lést 28. maí 2003 í Bolungarvík.
Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson verkamaður á Ísafirði f. 7. nóvember 1900, d. 2. júlí 1973, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1906, d. 24. janúar 1974.

Þau Elínborg giftu sig, bjuggu fjögur ár fyrir vestan, síðan í Eyjum, eignuðust fjögur börn, en skildu 1984.
Þau bjuggu á Vestmannabraut 60 1979, en Bragi bjó á Hásteinsvegi 36 1986. Hann fluttist til Bolungarvíkur, bjó þar með Vigdísi.
Hann lést 2003.

I. Barnsmóðir Braga er Rósa Guðmunda Benediktsdóttir, f. 15. júlí 1951.
Barn þeirra:
1. Hjálmfríður Björk Bragadóttir, f. 13. maí 1969.

II. Kona Braga var Elínborg Jónsdóttir frá Árbæ, húsfreyja, verkakona, fiskimatsmaður, f. 9. nóvember 1950, d. 28. maí 2016. Þau skildu.
Börn þeirra:
1. Jón Kjartan Bragason, f. 15. maí 1969. Kona hans Linda M. Njarðardóttir.
2. Hafþór Bragason, f. 19. september 1971. Sambýliskona Ásta Rögnvaldsdóttir.
3. Bjarki Bragason, f. 23. september 1975. Kona hans Ivona Bragason.
4. Sólrún Bragadóttir, f. 21. febrúar 1979. Óg.

III. Sambýliskona Braga er Vigdís Bragadóttir húsfreyja, f. 28. maí 1952.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 2003 7. júní 2003 og 4. júní 2016.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.