Bragi Fannbergsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Bragi Fannbergsson.

Bragi Fannbergsson frá Siglufirði, skipstjóri fæddist þar 6. júlí 1944.
Foreldrar hans voru Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 30. september 1915 á Ólafsfirði, d. 23. október 1996 á Sjúkrahúsinu í Eyjum, og kona hans Petrea Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1917 á Syðri-Á í Ólafsfirði, d. 7. október 1994 í Eyjum.

Börn Petreu og Fannbergs:
1. Erna Fannberg Fannbergsdóttir húsfreyja, f. 23. júní 1938. Maður hennar Stefán Einarsson.
2. Valur Fannbergsson, f. 9. júlí 1939, d. 25. desember 1940.
3. Valdís Fannbergsdóttir, f. 5. september 1940, d. 22. apríl 1941.
4. Sverrir Fannbergsson sjómaður, f. 1. júlí 1942, d. 25. júlí 1984.
5. Bragi Fannbergsson, f. 6. júlí 1944. Kona hans Jóna Ingibjörg Benediktsdóttir.
6. Jónína Fannbergsdóttir, f. 28. ágúst 1945, d. 15. ágúst 2021.
7. Andvana drengur, f. 28. júní 1950.
8. Freydís Fannbergsdóttir, f. 17. desember 1951, d. 13. júní 2016. Maður hennar Júlíus Arthur Sveinsson.
9. Emilía Fannbergsdóttir, f. 15. september 1955. Fyrrum maður hennar Daníel Emilsson. Fyrrum maður hennar Ægir Hafsteinsson. Fyrrum maður hennar Eiríkur Einarsson.
10. Erlingur Fannbergsson, f. 15. september 1955, d. 29. nóvember 1956.

Bragi lauk prófi á fiskiskip og verslunarskip allt að 400 rúmlestum í Eyjum 1971.
Hann var til sjós frá 15 ára aldri, var stýrimaður á Sæbjörgu VE 56.
Þau Jóna Ingibjörg giftu sig, eignuðust tvö börn og Bragi eignaðist fósturdóttur. Þau bjuggu við Heiðarveg 24.

I. Kona Braga er Jóna Ingibjörg Benediktsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1943.
Börn þeirra:
1. Petra Fanney Bragadóttir, f. 8. júlí 1976.
2. Stefán Bragason, f. 14. ágúst 1878.
Fósturdóttir Braga, dóttir Jónu:
3. Kristín Inga Brynjarsdóttir, f. 16. apríl 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.