Braggar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Amerísku braggarnir og þurkhúsið

Braggarnir stóðu við Urðaveg

Bresku braggarnir

. Eldri braggarnir voru reistir af Bretum í hernáminu á stríðsárunum og sneru í norður-suður, þvert á Urðaveginn. Þeir voru rifnir fljótlega eftir að Ameríkanarnir komu. Ameríkanarnir reystu sér bragga, sem sneru í austur-vestur meðfram Urðavegi, og það voru þeir sem stóðu fram undir 1960. Voru þeir skástu íverustaðir heimamanna eftir að hernámsliðið yfirgaf Eyjar en einnig var skepnuhald í sumum bragganna. Braggarnir voru rifnir upp úr miðri síðustu öld en sumir íbúanna þar voru ævinlega kenndir við þá, svo sem Björgvin Magnússon sem ævinlega var kallaður Björgvin í bragganum. Amerísku braggarnir þóttu betri vistarverur en þeir bresku og fengu því að standa lengur.