Bræðratunga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ásgarður,Bræðratunga og Heimagata 25

Húsið Bræðratunga var byggt árin 1924-25 og stóð við Heimagötu 27. Runólfur Jónasson frá Stokkseyri byggði húsið og keypti Runólfur sonur hans húsið árið 1941.

Þegar gaus bjó Runólfur Runólfsson í húsinu. Þar höfðu einnig búið hjónin Friðrik Jóhannsson og Eygló Björnsdóttir ásamt dóttur sinni Gunnlaugu. Þau fluttu í desember 1972 að Strembugötu 4 sem þau höfðu þá nýverið fest kaup á.